Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 41
BÚNAÐAKKIT
38
Mjóa afbrigðið er 15 cm hátt og efri greinarnar 2—3
mm á breidd. Vex neðst í fjöru og er algeng í suður-
og suðvesturhluta landsins.
Fjörugrösin eru góð fóðurtegund, en óviða mun svo
mikið af þeim, að þau verði tekin í stórum stíl til fóðurs.
17. Sjóarkrœða (Gigartina mamillosa) líkist í fljótu
bragði ýmsum afbrigðum fjörugrasanna, en ef vel er að
gætt, má greina þessar plöntutegundir sundur á því, að
einskonar renna er öðrumegin á sjóarkræðunni, en fjöru-
grösin eru alveg flöt. Þegar fjörugrös hafa verið tekin
til manneldis er enginn efi á að menn hafa blandað
þessum tegundum saman, enda eru þær og nokkuð svip-
aðar að gæðum.
III. Fóðurgæði og rerkun.
Menn hafa, eins og kunnugt er, notað þörunga all-
mikið hér á landi, bæði til skepnufóðurs (einkum í harð-
indum) og manneldis. Hafa menn þá auðvitað lært af
reynsluuni að greina milli góðra og slæmra fóðurtegunda.
Þar við hefir bæzt erlend þekking. í grasnytjum Björns
Halidórssonar er getið um innlenda og útlenda reynslu
viðvíkjandi sumum tegundunum, og meðal alþýðu heyrir
maður oft svipaða dóma.
Flestum kemur saman um, að telja marinkjarnann
gott fóður og Björn Halldórsson segir að hann sé beztur
af öllum ætiþarategundum. Eftir þekkingu þeirra tíma
hefir það eflaust verið rétt, en það er langt frá því, að
marinkjarninn sé beztur, það vantar mikið á, að hann
jafnist á við purpurahimnuna og sölin. Eftir efnafræðis-
rannsókn að dæma, er marinkjaini öllu lakari en beltis-
þari, en þrátt íyrir það, er það eflaust rétt að marin-
kjarni sé allgott fóður eins og alment er álitið.
Þangtegundirnar eru alment álitnar lakar fóðurteg-
undir. Björn Halldórsson segir að þær sé góðar til áburðar
og brúklegar til eldiviðar. Ein tegundin heflr þó verið
notuð til manneldis af fátæku fólki og nefnd ætiþang
3