Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 42
34
BÚNAÐARRIT
og segir Björn Halldórsson um það, að það „einasta lengi
líf manns í hungurstíð“. Um aðra þangtegund segir
hann: „bæði hestar og kýr eta þat í hungri".
Söl eru alment talin góð fóðurjurt og Björn Halldórs-
son hrósar þeim mjög í Grasnytjum sínum.
Ekki má búast við að þessir dómar alþýðu um fóður-
gæði tegundanna sé alveg réttir, en líklegt er þó að þeir
sé ekki mjög fjarri sanni í aðaldráttum. Til þess að fá
fulla vissu um fóðurgæðin, er nauðsynlegt að rannsaka
þörungana efnafræðislega og gera að því loknu fóðrunar-
tilraunir. Af þeim þörungategundum, sem hér hafa verið
taldar, hafa 10 verið rannsakaðar efnafræðislega. Ásgeir
Torfason efnafræðingur framkvæmdi rannsóknina að til-
hlutau Búnaðarfélagsins. Um rannsóknir þessar hefir
Ásgeir heitinn ritað í Búnaðarritinu (1910). Af þeim má
ráða mikið og margt um fóðurgæði tegundauna.
Samkvæmt rannsóknum Ásgeirs voru köfnunarefnis-
samböndin í þörungunum 10—27,8°/0 af þurefninu, en
venjulega 12—15°/0. í töðu eru köfnunarefnissamböndin
10—13°/o af þuiefninu. Af köfnunarefnissamböndum töð-
unnar segir Ásgeir að 85°/0 sé meltanlegt og í gulstör
76°/0. Af köfnunarefnissamböndum þörunganna meltist
minna en af köfnunarefnissamböndum töðu. í marinkjarna
meltist að eins 35,7°/0 af köfnunarefnissamböndunum, í
beltisþara 63°/0, i puipurahimnu 73°/0 og í sölvum 78 9°/0.
í þangtegundunum er meltanleiki köfnunarefnissambanda
frá 33,2°/0—41,7°/0 (eftir tegundum). Af þessum tölum má
ráða að sæþörungar standa ekki að baki töðu eða gulstör að
því er snertir hve mikið er af köfnunarefnissamböndum í
þurefninu, en meltanleiki köfnunarefnissambandanna er
minni í þöi ungunum (þó er hann meiri í sölvum en í gulstör).
Þá er eftir að geta um tvent, sem einkennir þörung-
ana, borið saman við landjurtir. Fyrst er þá að geta um
að „etei exstrakt" er afarlitil í þörungum, í marinkjarna
0,79°/o, í beltisþara 0,12%, í sölvum 0,37%. Þangteg-
undirnar innihalda meira (1,23—2,14°/o). „Eterextrakt*