Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 44
BÚNAÐARRIT
36
efnissamböndum), mjög fitulítið, auðugt af kolvetnum
tiltölulega, og mjög ösJaimiJcið, og inniheldur mjög lítið
af ómeltanlegum trefjum.
Rannsóknirnar sýna oss greinilega hvaða tegundir eru
beztar. Purpurahimnan er efalaust bezt þeirra tegunda,
sem rannsakaðar voru, en það vex svo lítið af henni
að varla getur verið að tala um að taka hana í stór-
um stíl. En það mætti rækta hana og mætti þá fá
mikið af henni. Næst purpurahimnu eru sölin. Eru þau,
eins og allflestir rauðir þörungar, ágættfóður. Fjörur
íslands eru svo sölvaríkar að af þeim má taka ósköpin
öll. Af brúnum þörungum er beltisþarinn beztur og betri
en marinkjarninn samkvæmt rannsóknum Ásgeirs, og
kemur það vel heim við reynslu Norðmanna.
Þangtegundirnar (í þangbeltinu í fjörunni) eru því mið-
ur lakar fóðurtegundir, og ber öllum saman um það,
bæði efnafræðingunum og almennings álitinu.
Sem stendur er því miður ekki hægt að gera ná-
kvæman samanburð á sæþörungum og töðu eða útheyi,
því að oss vantar algerlega fóðrunartilraunir með þör-
ungana, og fyr en þær eru framkvæmdar er ekki hægt
að ákveða hve mörg kiló af þörungum samsvara fóður-
einingu o. s. frv. Vér verðum því í öllum aðalatriðum
að láta oss nægja þær bendingar sem efnafræðisrann-
sóknin gefur.
Norðmenn hafa að vísu (sjá áður nefnda bók) fram-
kvæmt fóðrunartilraunir með þurkað þang, aðallega bólu-
þang og klóþang. Tilraunir þessar eru afarfróðlegar, en
sýna ekki með fullri vissu fóðurgæði þessara þangteg-
unda. Tilraunirnar benda i þá átt, að 1 kg. af þangi
jafngildi 0,7 kg. af heyi. En þessar tölur eru ekki fylli-
lega áreiðanlegar af því að meltanleiki þangtegundanna
er ekki nægilega kunnur. Hinsvegar er og enginu efi á
að kúm, sem hefðu verið vanar þangfóðri, hefði orðið
meira úr því.