Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 45
BÚNAÐARRIT
37
Skýrslunni um þessar tilraunir (sjá nefnda bók) íylgja
nokkrar bendingar um notkun þangs og þara, sem geta
komið oss að góðu haldi. Fyrst er bent á að bóluþang
og klóþang geti ekki borið þann kostnað, sem fylgi þurk-
un í stórum stíl i þurkunarhúsum, en þar á móti geti
þörungafóðrun við sjáfarsíðuna orðið að miklu gagni.
Hið sama á sér og stað hór á landi í graslitlum út-
kjálkahéruðum. Ennfremur er í nefndri bók sagt að ný-
bærum og nytháum kúm megi ekki gefa meira af þangi
eða þara en í mesta lagi x/3 af dagsgjöfinni. Geldneytum
má gefa meira. Yfirleitt er varað við að fóðra einvörð-
ungu á sæþörungum eða gefa of mikið af þeim, því að
það geti orðið skaðlegt fyrir skepnurnar. Þar er gefið
það góða ráð, sem hér er og kunnugt, að afvatna þör-
ungana vel (10—12 klukkutíma) áður en þeir eru hafðir
til fóðurs. Er það gert til þess að öskuefnin leysist sund-
ur, svo að skepnan éti sem minst, af þeim. Yatninu,
sem þararnir eru bleyttir i, á auðvitað að kasta.
Samkvæmt þekkingu vorri á sæþörungum, er enginn
efi á, að þeir geta komið að góðu haldi sem fóður, ef
rétt er að farið. Er því sjálfsagt að nota sér að ein-
hverju leyti öll þau ósköp af sæþörungum, sem finnast
kring um strendur landsins. En aliir þeir, sem þurfa að
sækja fóðurauka í sæþörungabeltið, verða að gæta þess,
að nauðsynlegt er, að þörungafóðrið sé notað eftir föst-
um reglum. Það má t. a. m. ekki gefa tóma sæþörunga.
Bezt er að gefa skepnunum þörunga með heyi, þannig
þó að talsvert minna sé gefið af þörungunum. Hve mikið
má gefa af þörungunum á móts við hey verður ekki
um sagt með vissu fyr en fóðrunartilraunir eru fram-
kvæmdar, og verður hver og einn að haga sór þar eftir
því sem honum reynist bezt. Venjulegast mun þó óhætt
að gefa skepnum rúman þriðjung af fóðrinu í þörungum
á dag. Menn eiga að byrja á haustin með hæfilegum
þörungaskamti á dag og halda því áfram allan veturinn.