Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 48
40
JBÚNAÐAREIT
Aðalatriðið er að þessar tvær aðferðir geta menn
notað til þess að safna þarabirgðum, svo að mögulegt
er að hafa jafna og reglulega þörungagjöf allan vetur-
inn. Menn geta viðhaft báðar aðferðir eftir vild eða
aðra hvora.
Ennfremur skal þess getið, að vel má geyma þörung-
ana frosna, ef svo ber undir, og mönnum þykir það
hagkvæmara.
Þá geta menn og sótt nýjan þara daglega, og er ekki
neitt. á móti því, ef menn að eins hafa birgðir. En ekki
má reiða sig á það, því að margur dagurinn getur komið
með ófært veður og á veturna í miklum hörkum geta ísa-
lög hamlað þörungatekju eða gert hana afar-erfiða og dýra.
Hvort sem fóðrað er á nýjum eða verkuðum þara,
er nauðsynlegt að afvat.na hann (10—12 tíma að dæmi
Norðmanna), og ef þararnir eru stórir er betra að saxa
þá í nokkuð smáa parta áður en gefið er.
IV. Spurningar.
Þörungafóðrun getur orðið að miklu gagni hér á landi,
en þótt þörungar hafi verið notaðir nokkuð um langan
aldur, þá erum vér næsta ófróðir um fóðurgildi þeirra,
eins og sjá má á því, sem á undan er ritað. Nauðsyn
ber því til að þetta málefni sé rannsakað ítarlega. Eg
hefi dregist á að gera eitthvað í þessu efni, og það sem
fyrst og fremst þarf að gera, er að fá vitneskju um hve
víðtæk þörunganotkunin er hér á landi. Öll sú þekking
sem almenningur kann að hafa á þörungafóðri af eigin
reynslu verður að koma fram á sjónarsviðið. Er þvi nauð-
synlegt að senda þessar spurningar og vona eg að menn
sendi svörin sem allra fyrst.
A. 1. Eru þörungar notaðir til manneldis?
2. Hvaða tegundir?
B. Hvernig verkaðar?
4. Hvernig matreiddar?