Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 51
BÚITABÆRIT
Vísindin og reynslan.
Eitt af mörgu, sem íslenzku bændastéttinni er núið
um nasir, er það, hve litlu hún hafi safnað fyrir af
reynslu, bygðri á staðháttum og allri aðstöðu við þann
atvinnuveg, sem hún rekur. í þessu verður varla blak
af henni borið, því það mun sannast vera, að fiestir
mestu búhöldar þessa iands, hafa alt að þessu ekki getað
gert öðrum grein fyrir því, í hverju það lœgi, að þeim
búnaðist vel, og búvit þeirra og reynsla hefir því að
mestu í gröfina gengið með þeim.
Hér má fyrst um kenna, að þessir menn, sem óneitan-
lega hafa búið vel, og sýnt það, hve búskapur getur verið
bjarglegur hér, hafa undantekningalítið enga búreikninga
haldið, né skýrslur um hina einstöku liði búnaðarins,
og þess vegna orðið erfiðara um að gera sér og öðrum
grein fyrir því, sem reynslan hafði ósjálfrátt kent þeim.
Af einskonar eðlisávísun gátu þeir fundið eða skynjað,
hvað þeim var hagvænlegast eða happasælast að gera
eða láta ógert, og þær skoðanir gátu aðrir frekast tekið
umhugsunarlaust óbreyttar eftir þeim — en hér lá tals-
verð hætta, sú hætta, að slíkar skoðanir, sem ekki höfðu
rökstudda reynslu, né áþreifanlegan grundvöll á að byggja,
gæti leitt menn blindandi út á villistigu, þegar búnaðar-
hættirnir breyttust, hversu réttmætar sem þær hefðu verið
á sinni tíð.
Til sönnunar því, að hér sé ekki of-mælt, má minna
á þann almannaróm, sem á því liggur, að íslenzkir bændur
vilji róa hver með sínu lagi, og þó langflestir með gamla