Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 52
44
BÚNAÐARRIT
laginu, þ. e. séu meira og minna heftir viS það búskapar-
lag, sem þeir vöndust í uppvexti. Sumstaðar mun þessi
hugsunarháttur auk heldur ganga svo langt, að þeir sem
öðrum fremur gera sér far um tilraunir og tilbreytni í
búskapnum, eða reyna að rannsaka hann (t. d. með
skýrslum eða búreikningum) verða fyrir tortrygni og
aðhlátri.
En nú er að koma stefnubreyting í þessu efni — því
betur. Einstöku menn hafa þegar sýnt það, að þeir geta
unnið bæði sér og almenningi gagn með þeirri búnaðar-
þekkingu, sem þeir hafa aflað sér á eigin hönd með at-
hugunum og reynslu, og búnaðarskólarnir gera sitt til,
að veita þeim sem þá sækja, þekkingar-undimtöðu í
búnaði, — að búa þeim í hendur.
En hér er ýmsum örðugleikum að mæta. Því sem mest
virðist áfátt í þessu efni er það, að skólarnir byggi kenslu
sína á innlendri reynslu og athugunum, í stað vísinda-
legra ályktana og rannsókna og útlendrar reynslu. —
Verður að vísu ekki mjög á þetta talið, meðan innlenda
reynslan er svo mjög í molum, en hitt er komið fram,
að útlend reynsla er viðsjálsgripur í flestra höndum, og
vísindaleg þekking er því að eíns nokkurs vlrði, að
hún falli saman við þá reynslu, sem hægt er að afla, sér
um sama atriði, með nákvæmri gaumgæfni og eftirtekt.
En á því samræmi vill oft verða misbrestur, og skal
hér leitt fram ali-glögt dæmi um það.
í Búnaðarriti 1916, 1. h., ritar hr. Páll Zóphoníasson
kennari skýra og röggsamlega grein um „fóðureiningar".
Verður hér ekki farið út í einstök atriði ritgerðar þess-
arar, en að eins tekið fram, að aðal-tilgangur höf. er
að leiða fram íslenzka fóðureiningu, og leggja hana til
grundvallar við samanburð á notagildi annara fóðurteg-
unda, eftir útlendum og innlendum efnarannsóknum.
Fyrir grundvallar-einingu hér á landi valdi hann 1 lálö-
gramm a] meðaltöðu, og má það eftir atvikum teljast vel
til fallið.