Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 53
BÚNAÐARRIT
45
Þó ritgerð þessi sé ab mörgu leyti þörf og fróðleg,
Þykir mér hætt við að almenn reynsla muni setja all-
mörg spumingarmerki við þær vísindalegu ákvarðanir,
sem þar birtast um samjöfnuð á fóðurgildi kraftfóðurs
og íslenzkra heytegunda. í undanförnum harðærum höf-
um við Norðlendingar fengið nokkra reynslu af því að
gefa búpeningi kraftfóður, beinlínis til sparnaðar heygjöf.
Munu flestir hafa við lítið haft að styðjast um hlutfall
á fóðurgildi heys og kraftfóðurs, og mátti því vera kær-
komið að fá þessar vísindalegu rannsóknir til leiðbein-
ingar. —
Algengasta kraftfóðrið hjá mönnum var rúgmjöl, mais-
mjolf söltuð síld og síldarmjöl. Á ísl. síld er víst engin
efnarannsólcn til, en eftir tillögum hr. P. Z. mátti leggja
á móti töðueiningunni (1 kg.) 0,60 kg, af rúgmjöli eða síldar-
mjöli; 0,55 kg. af maismjöli, en af flæðiengjaheyi 1,60 kg.1)
Til hægðarauka skal hlutfallinu snúið við, og kemur
þá fram, að með 1 kg. af rúgmjöli eða síldarmjöli má,
eftir tillögum P. Z., spara 1,67 kg. af töðu (meðaltöðu)
og 2,67 kg. af flæðiengjaheyi, en með 1 kg. af mais-
mjöli má spara 1,82 kg. af töðu, eða 2,91 kg. af flæði-
engjaheyi.
Þessi niðurstaða fór ailfjarri þeim hugmyndum sem
ýmsir geiðu sér, eða höfðu gert, eftir reynslu þeirra af
matgjöfum, en á meðan engin nákvæm og ábyggileg til-
raun var gerð, var óhægt um! vik að vefengja þær álykt-
anir, sem bygðust á vísindalegum rannsóknum.
En nú bar svo vel í veiði, að í 1. hefti Búnaðarrits-
ins þ. á. birtast skýrslur um kraftfóðurtilraunir, sem
gerðar hafa verið á tveim stöðum hér á landi (Síðumúla
í Borgarfirði og Leifsstöðum í Eyjafirði.
Eftir tilraunum þessum er meðal.'annars hægt að gera
1) Með tilliti til þcsB, að úthey það, sem hér hefir verið rann-
sakað, mun betra en í meðallagi (snemmslegið og kyngott) þá
msetti búast við, að 1,75—2,0 kg. þyrfti í töðueiningu af meðal-
útheyi hér.