Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 55
BÚNAÐARRIT
47
í tmngavinningi kraftfóðurflokkanna sé metiS jafnt 10 kg.
af því heyi, sem haft var við tilraunirnar.
Eftir skýrslu þeirri, um gjöf og þyngd tilrauna-ánna,
sem að framan er birt, verður því samanburður fóður-
tegundanna á þessa leið:
Kr aft fóður:
Metið fyrirfram af Að viðbættum tíföldum
tilraunamönnunum : þyngdarauka ánna:
1 kg. maísmjöl
1 — rúgmjöl
1 — síldarmjöl
4,B kg. af heyi
4,0 - - -
5_6 — - _
5,9 kg. af heyi
4,6-----------
Niðurstaða tilraunanna verður eftir þessu sú, að á
móti hinni ísl. fóðureiningu hr. P. Z. (1 kg. af töðu)
þurfi ékki að leggja nema 0,27—0,35 lcg. af maísmjöli,
0,35—0,40 kg. af rúgmjöli, en 0,20—0,27 af síldar-
mjöli; en eftir reikningi hans þurfti 0,55, 0,60 og 0,60
kg. (talið eftir sömu röð). Þarf það ekki frekari útskýr-
inga við, að mjög skýtur skökku við um þessa niður-
stöðu, og fóðureiningafræði hr. P, Z. hins vegar, en aftur
á móti er niðurstaða þessara tilrauna mikið meira í
samræmi við þær hugmyndir, sem ýmsir höfðu áður
gert sér um notagildi kraftfóðurs.
Eg ætla mér þó ekki þá dul, að bera brigð á fram-
kvæmd þeirra vísindalegu rannsókna, sem hr. P. Z. byggir
á, og því verður fyrst að leita annarsstaðar að orsökum
þessa mismunar.
Virðast þá þessir möguleikar fyrir hendi:
1. Að úthey það, sem við tilraunirnar var notað (og
ísl. úthey þá yfirleitt) hafl verið mun lélegra en sýnis-
horn þau, sem hr. P. Z. byggir á í skýrslu sinni.
2. Að sauðfé (sem tilraunirnar voru gerðar á hér) notist
betur kraftfóðrið en gert er ráð fyrir í heimildum hr.
P. Z.
3- Að efnahlutföll í ísl. útheyi geri það óheppiiegt til
fóðurs einvörðungu, og það njóti sín því bezt ásamt
með kraftfóðri.