Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 59
bdnababrit.
Hestaræktin.
Á búnaðarþinginu í sumar er leið, 1917, var samþykt
tillaga þannig orðuð:
„Búnaðarþingið leggur til, að félagsstjórnin taki til
gagngerðrar athugunar, hversu haga skuli styrk til
hrossaræktar, svo að fyllra liði komi“.
Áður en gerðar verða tillögur um það, „hversu haga
skuli styrk til hrossaræktar, svo að fyllra liði komi“
virðist eigi með öllu óþarft, að minst sé á þetta nauð-
synjamál frekar en gert hefir verið. Sérstaklega er þá
ástæða til að víkja að því með nokkrum orðum, hvað
gert hefir verið fram að þessu til umbóta hestaræktinni,
og hve miklu fé hefir verið varið til hennar. Sózt þá
vona eg af því, að ásakanir um litinn árangur í þessu
efni eru tæpast réttmætar. Verulegar framfarir á þessu
sviði geta enn naumast átt sér stað, ekki lengra en er,
siðan að farið var að sinna þessu máli.
Hestaræktinni heflr yfirleitt verið lítill gaumur gefinn
fram til skamms tíma. Almenningur hefir ekki séð eða
skilið nauðsynina á því að bæta hestakynið. Og það sem
lagt hefir verið fram af almannafé til umbóta í þessu
skyni, hefir verið mjög af skornum skamti og við neglur'
sér numið. Ef einhver skyldi ímynda sér, að hér hafi
verið bruðlað með fé út í bláinn, þá er það hinn mesti
oaisskilningur.
Hitt er satt, að þetta mál — umbætur á hestarækt-
inni — hefir enn ekki verið tekið þeim tökum, sem
nauðsynlegt hefði verið, og sjálfsagt er að gera, er um-
*4