Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 60
52
BÚNAÐARRIT
hægist og ófriðnum linnir. En það hefir verið við ramman
reipi að draga, og við marga erfiðleika að stríða, svo
sem samtakaleysi, eiginhagsmunasemi, fjárskort og fleira.
En úr þessu rætist vonandi smámsaman, eftir því sem
menn vitkast betur, og þeir iæra að þekkja sjálfa sig og
sinn vitjunartíma.
Hingað til hefir umbótaviðleitni í þessu efni miðað að
því, að þreifa fyrir sér og leita að hagkvæmum og prakt-
iskum leiðum til umbóta hestaræktinni. Hefir þar verið
að sumu leyti farið að dæmi nágrannaþjóðanna, meðal
annars í því að reynt hefir verið að koma hér á fót
hrossaræktarfélögum, kynbótabúum fyrir hesta o. s. frv.
Kynbótabúin hafa ekki þrifist, meðfram sjálfsagt af því,
að þau hafa ekki verið tekin réttum tökum.
Gera má einnig ráð fyrir því, að skoðanir manna verði
skiftar um það, hverjar leiðir séu beztar og greiðastar
til þess að bæta hestakynið. Er því sjálfsagt að málið
sé rætt. Við það skýrast einstök atriði þess, og almenn-
ingi ætti þá að verða ijósari en ella þýðing þess og
gagnsemi.
Umbætur á hestaræktinni eru aðallega fólgnar í því
tvennu:
að bæta meðferðina á hrossunum, og
að gera kynbætur.
Um meðferðina verður ekki rætt svo neinu nemi að
þessu sinni. Hún er vitanlega upp og niður í hinum
ýmsu héruðum landsins. En sennilega er hún þó viða
mun betri en áður gerðist. Flestir fara nú orðið betur
með brúkunarhestana en þeir gerðu áður. Og ipargir
hjúkra folöldum og tryppum frekar en áður fyr átti
sér stað.
En þótt að hér sé nokkur bót í máli ger, þá vantar
samt mikið á, að meðferðin á hrossunum sé eins góð
og hún ætti og þyrfti að vera. Sérstaklega ríður á að
fara vel með ungviðið, svo að það vaxi jafnt, og taki
eðlilegum þroska. — Mest er meðíerðinni ábótavant í