Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 61
BÚNAÐAKRIT
63
sumum útigangssveitunum. Þar alast hrossin upp á
„gaddinum" að mestu eða öllu leyti. Vegna ónógs viður-
væris, einkum í hörðum vetrum, liður þeim oft illa, og
ná pví sjaldnast eðlilegum þroska. Kemst þá kyrkingur
í þau — og kynið —, því lengi býr að fyrstu gerðj
Býst eg við að erfitt verði að ráða bót á þessu, þar sem
hrossin eru mörg, og treyst er á útigang, og hrossunum
ætlað annaðhvort lítið eða ekkert fóður annað. Mikill
hrossafjöldi er því að þessu leyti og mörgu öðru skað-
legur, og tefur fyrir umbótum á ræktun og meðferð
hrossanna.
Hin hliðin á þessu máli eru kynbæturnar. — En eins
og þegar hefir verið getið, þá eru þær skamt á veg
komnar. Umbótaviðleitnin er þar enn á bernskuskeiði,
og lítil reynsla fengin. En kröfurnar um endurbætur á
hestaræktinni skilst, mér að miðist við það fyrst og fremst,
að kynbóta-starfsemin sé aukin og bætt. Og tillaga bún-
aðarþingsins virðist mér að fari í svipaða eða sömu átt.
Verður hér því aðallega rætt um þessa hlið málsins, og
athugað hvað gert hefir verið og gera þarf til umbóta
hestaræktinni.
I. Hrossaræktarfélögln.
í ritgerð minni „um kynbætur hesta", sem prentuð
er í Búnaöarritinu 1916 (30. ár, bls. 81 —126) er stutt-
lega rakin hestakynbóta-hreyfingin hér á landi, frá þvi
um 1880. Verður því slept hér að minnast frekar en
þar er gert á sögu þessa máls. En á hrossaræktarfélögin
verð eg að minnast, stofnun þeirra og starfsemi. Nefni
eg þau hér í þeirri röð sem þau vom stofnuð.
1. Hrossarœktarfélag Austur-Landeyinga í Rangár-
vallasýslu. — Það er elzta hrossaræktarfélagið hér á
landi, stofnað 16. maí 1904. Lög fyrir félagið eru þá
samþykt. Seinna, 11. apríl 1908, eru lögin endurskoðuð,
°g gilda þau enn. — Félagsmenn hafa tiðast verið 16—
20. Nú eru þeir 18.