Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 62
54
BTJNAÐARRIT
Félagið hélt um nokkur ár sýningar á hrossum félags-
manna, hryssum og tryppum. Fyrsta sýningin var haldin
11. apríl 1908, og er skýrsla um þá sýningu og starf-
semi félagsins fram að þeim tíma prentuð í Frey það
ár (V. árg., bls. 44—47). Síðast var þar haldin sýning
28. apríl 1913. Á þeirri sýningu voru sýndar 50 hryssur
og 144 tryppi, 1—4 vetra. Búnaðarfélagið styrkti sýn-
ingarnar flest árin.
Það er ómótmælanlegt að sýningar þessar, sem tíðast
voru haldnar síðari hluta aprilmánaðar, gerðu mikið gagn.
Þær hvöttu menn til þess að vanda meðferðina á hross-
unum, einkum ungviðinu, enda voru hrossin jafnaðar-
lega í góðu standi. — Verðlaun voru veitt þeim, er áttu
fallegust hross og bezt með farin.
Að sýningarnar hafa lagst niður nú um skeið, stafar
af fjárskoiti hjá félaginu.
Kynlótahestar félagsins hafa verið:
1. Jarpur, ættaður frá Kirkjubæ á Rangárvöllum, af
reiðhestakyni, 139V2 cm. á hæð. Hann var notaður í
2 ár, 1904 og 1905, en svo geltur og seldur, aðallega
vegna þess, að hann þótti daufur sem stóðhestur. En
ella var hesturinn vel ættaður og sæmilega gerður.
2. Brúnn, ættaður frá Oddhól á Rangárvöllum, af
reiðhestakyni, allvel vaxinn að flestu leyti, 138 cm. á
hæð. Þennan hest notaði félagið í 5 ár, 1906—1910.
En þá bilaði hann í fæti, og varð því ekki notaður
lengur. En hann reyndist vel að öðru leyti. Hann hlaut
verðlaun á sýningum að Þjórsártúni, 2. verðl. 1906 og
1. verðl. 1907 og 1909.
3. Jarpur, 5 vetra, ættaður frá Steinmóðubæ í Vestur-
Eyjafjallahreppi. Hann var einnig af reiðhestakyni og
góður reiðhestur, en ekki stór, 133 cm. á hæð. Hann
þótti ekki fallegur í vexti, og var því ekki notaður nema
í 2 ár, 1911 og 1912. Hann var sýndur á sýningu að
Þjórsártúni 1912, og hlaut þar 3. verðl.