Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 63
BÚNAÐARRIl'
55
4. Jarpur, ættaður frá Þykkvabæ í Landbroti í Vestur-
Skaftafellssýslu. Hesturinn var 7 vetra, ekki stór, 132 cm.
á hæð, en að öðru leyti vel vaxinn og góður til reiðar.
Félagið leigði þennan hest og notaði hann í 2 ár. Hann
fékk 3. verðl. á sýningu að Þjórsártúni 1914.
5. Bleikur, ættaður frá Miðey í Austur-Landeyjum,
6 vetra, 137 cm. á hæð. Hann var leigður og notaður
að nokkru leyti vorið 1914 og að öllu leyti 1915. Hestur-
inn var fallegur og vel ættaður í báðar ættir.
6. Bauður, ættaður úr Víðidal í Húnavatnssýslu, af
reiðhestakyni, keyptur að áliðnu sumri 1915, þá 4 vetra.
Hann hefir verið notaður í 2 ár, 1916 og 1917. En í
lok ársins varð að selja hann, vegna getnaðargalla,
sem að vísu kom von bráðara í ljós, en ágerðist.
Hesturinn hlaut 2. verðl. á sýningu að Sveinsstöðum
í Húnavatnssýslu 19. júní 1915, þá 133 cm. á hæð, og
sömuleiðis 2. verðl. á sýningu að Þjórsártúni 8. júlí 1916,
þá 136 cm. á hæð.
Um þessa undaneidishesta félagsins er það að öðru
leyti að segja, að þeir voru af góðum ættum, eftir því
er séð verður og reynslan bendir til, og gallalausir, að
þeim rauða undanteknum. En þeir voru ekki allir að
sama skapi gjörfulegir eða fagurlega vaxnir. Sérstaklega
skorti þá suma mjög stærð. En einna áhrifamestur hefir
Brúnn (nr. 2) orðið, enda naut hans lengst við. Hinir
hestarnir notaðir stuttan tíma, svo að áhrifa þeirra
gætir lítið.
2. Hrossarœktarfélag Fljótsdalshéraðs. Það er stofnað
4. júni 1907, og er ætlast til, að það nái yfir alt hérað-
ið. Endurskoðuð lög þess eru frá 17. júni 1914. Segir
svo í 2. gr. iaganna, að félagssvæðið séu þeir hreppar á
Fijótsdalshéraði, sem greiði „fast árstillag í félagssjóð".
Hver hreppur er deild út af fyrir sig. Tillag hvers
sveitarfélags eru 15 kr. Og í félaginu voru árið 1916
7 hreppsfélög.