Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 64
56
BÚNAÐARRIT
Tilgangur félagsins er, samkvæmt iögum þess, „að
bæta hrossakyn á Fijótsdalshéraði. Leggja skal stund á
að framleiða 2 sérstæð hroðsakyn, áburðar- eða dráttar-
hestakyn og reiðhestakyn“. Hrossaræktarfélag Fijótsdals-
héraðs er víst eina félagið, sem hefir slíkt ákvæði í lög-
um sínum.
Félagið hefir komið upp hrossakynbótagirðingu í nánd
við Egilsstaði á Yöllum, og er stærð gerðisins nálægt
8 hektarar.
Upphaflega keypti félagið 2 kynbótahesta. Annar þeirra
var brúnn, ættaður úr HUnavatnssýslu. Hann var vakur
og talinn að vera reiðhestur, en reyndist daufur. Hinn
hesturinn var bleikur að lit, klárgengur og grannvaxinn.
Var honum ætlað að gera kynbætur sem dráttarhesti.
Hvor þessara hesta var nálægt 138 cm. á hæð. — Sá
bleiki var notaður til 1911, en sá brúni til 1912. Næstu
2—3 árin leigði félagið hesta til undaneldis, en heldur
þótti lítið í þá varið.
Vorið 1914 eru svo keyptir á ný 2 hestar, og nefn-
ast þeir:
1. Óðinn, jarpur að lit, ættaður úr Skagafirði, 6 vetra,
og um 135 cm. á hæð. Hann var sagður reiðhestur og
fjörugur vel, en reyndist letingi, er hvorki hafði tölt eða
vekurð til að bera.
2. Þór, brúnleistóttur, 3 vetra, og 133 cm. á hæð.
Síðan hefir hann stækkað. Hann er undan kynbóta-Brún,
sem áður er nefndur, en móðurætt hans er talin að vera
úr Öræfum. Þessi hestur var ætlaður til áburðar og
dráttar1).
Um hestinn „Þór“ er þess getið í skýrsiu til mín um
starfsemi félagsins frá 1916, að orðið hafl að selja hann
1) Eftir upplýsingum í bréfi dags. 1. júlí 1915, frá Benedikt
Blöndal kennara á Eiðum og ráðunaut búnaðarsambands
Austurlands.