Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 65
BÚNAÐ AítRIT
57
þá um hausti&, vegna þess að hann varð eigi haminn í
girðingu.
3. Hrossarœktarfélag Hrunamannahrepps í Árnes-
sýslu. Það var stofnað 1912, og tók strax til starfa um
vorið. Leigði það þá 2 hesta, Bleilc 4 vetra, ættaðan frá
Þórarinsstöðum þar í sveitinni, vel ættaðan, og Jarp
4 vetra, ættaðan frá Efra-Langholti í sömu sveit. Báðir
hestarnir fallegir. — Vorið eftir, 1913, er Bleikur tekinn
aftur á leigu, en Jarpur fékst ekki lánaður. í hans stað
var keyptur hestur móálóttur [MósiJ, ættaður frá Sól-
heimum þar í sveitinni, 4 vetra, allvel gerður og af góðu
kyni. Er hann enn í eign félagsins og notaður til undan-
eldis. Hann hefir verið sýndur þrisvar sinnum á héraðs-
sýningum að Þjórsártúni, fyrst 1912, þá 3 vetra og hlaut
þá 3. verðl., og siðan 1914 og 1916, og hlaut í bæði
skiftin 2. verðl. — Hann er 136 cm. á hæð.
Bleik frá Þórarinsstöðum leigir félagið enn vorið 1914,
en þá um sumarið er hann seldur féiaginu „Atli“ í Ása-
hreppi í Rangárvallasýslu, er síðar verður getið.
Árið 1914 munu hafa orðið formannsskifti í Hrossa-
ræktarfólaginu, og síðan hefir engin skýrsla fengist frá
því um starfsemi þess eða kynbótahesta félagsins. Það
er mér þó kunnugt, að vorið 1916 leigði það hest mó-
vindóttan að lit, ættaðan frá Berghyl, 5 vetra gamlan.
Var hann sýndur þá um sumarið að Þjórsártúni, og
hlaut 2. verðl. Hann er 136 cm. á hæð. — Þennan hest
hefir nú hrossaræktarfélagið í Gnúpverjahreppi keypt og
notar hann til undaneldis.
4. Hrossarœhtarfélag Hraungerðishrepps í Árnessýslu,
stofnað 30. apríl 1913. Fólagar þess rúmir 30 alls, eða
flestir hreppsbúar með öðrum orðum.
Fyrstu árin 2 leigði felagið sér sama hestinn. Hann
var brúnn að lit, nefndur Fengur, ættaður frá Stóra-
Ármóti í Flóa (6—8 vetra) og sæmilegur hestur í alla