Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 66
68
BÚNAÐARRIT
staði. Hæðin 136 cm. Reyndist hann vel til undaneldis.
Hann hlaut tvisvar verðlaun á sýningu að Þjórsártúni,
1. verðl. 1912, þá 5 vetra, og 2. verðl. 1914.
Vorið 1915 leigði félagið hest, rauðvindóttan, 3 vetra,
137 cm. á hæð, ættaðan frá Oddhól á Rangárvöllum.
Og vorið eftir, 1916, leigði það hest, steingráan, 4 vetra,
137 cm. á hæð, ættaðan frá Lambhaga á Rangárvöllum.
Hlaut sá 2. verðl. á sýningu að Þjórsártúni þá um vorið.
Hesturinn tápmikill, en ekki að sama skapi fallega vax-
inn, enda ekki fullfarið fram.
5. HrossarœJctarfélag Gnúpverjahrepps. Stofnað árið
1913 Félagið hefir aldrei sent neina skýrslu.
Vorið 1914 kaupir það hest, móálóttan (Mösa), 5 vetra,
136 cm. á hæð, ættaðan frá Rauðsgili í Reykholtsdal í
Borgarfirði, og notar hann í 3 ár, 1914—1916. En þá
er hann geltur og seldur. Hann var sýndur að Þjórsár-
túni 1914, og hlaut 2. verðl. Hesturinn var að vísu ekki
stór, en vel vaxinn að öðru leyti og iýtalaus. — Síðan
kaupir félagið í byrjun ársins 1917 þann móvindótta frá
Berghyl og notar hann.
6. HrossarœJdarfélagið „Atli“ í Ásahreppi í Rangár-
vallasýslu, stofnað 6. júní 1914. Eru það að eins nokkrir
búendur í hreppnum, 12 alls, er stofnuðu félagið og
hafa haldið því uppi síðan.
Aðal-hestur félagsins er BleiJcur frá Þórarinsstöðum,
keyptur sumarið 1914 fyrir 600 kr., þá 6 vetra. Hann
er 141 cm. á hæð, þrekinn og vel limaður. Hesturinn
má heita lýtalaus að öðru leyti en því, að hann er ekki
hausfríður. Höfuðið talið heldur lítið í samanburði við
annan vöxt.
Hesturinn hefir verið mikið notaður, bæði meðan hann
var á leigu hjá hrossaræktarfélagi Hrunamannahrepps,
og eigi minna síðan að félagið „Atli“ eignaðist hann.
Auk þess sem félagsmenn haía notað hann handa sínum