Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 68
60
BÚNAÐARRIT
SteindórssoEar, er þar bjó lengi. Hesturinn var þá 5
vetra, 136 cm. á hæð, og yfirleitt fallega vaxinn. Kostaði
650 kr. þá um vorið.
9. ErossarœJdarfélag Gaulverjahœjarhrepps í Árnes-
sýslu, stofnað árið 1916. Engin skýrsla hefir komið enn
frá félaginu. Hitt er mér kunnugt, að félagið kaupir
hest um vorið 1916, sótrauðan, er nefnist Sóti, ættaðan
írá Oddhól á Rangárvöllum, 4 vetra, 139 cm. á hæð.
Hann var sýndur að Þjórsártúni 1916, og hlaut þar 2.
verðl. — Hesturinn lítur vel út, hefir sæmilegan vöxt,
en átti þá eftir að þroskast.
10. Hrossarœldarfélag Vestur-Eyjafjallahrepps í
Rangárvallasýslu, stofnað 6. júlí 1916 með 10 mönnum.
Félagið kaupir þá strax hest, brúnan að lit — Héðinn —
7 vetra gamlan, 136 cm. á hæð, ættaðan frá Lambhús-
hól þar í sveitinni. Hesturinn er góður meðalhestur á
allan vöxt, og hefir reynst vel. Hann var áður en fé-
lagið keypti hann, aðal-undaneldishestur þeirra þar undir
Út-Eyjafjöllunum.
„Hóðinn“ var fyrst sýndur að Þjórsártúni 1912, þá
3 vetra, og siðan bæði 1914 og 1916, og hefir í öll
skiftin hlotið 2. verðl.
Fiest félögin hafa komið upp girðingum um gerði
fyrir hrossin að vorinu um fengitímann. Flest gerðin eru
10—20 hektarar að flatarmáli. Hafa félögin tekið lán
að meira eða minna ieyti til að standast girðinga-
ko?tnaðinn. Búnaðarfólag íslands hefir veitt styrk til
þessara girðinga að V3 hluta kostnaðar.
II. Árangurinn.
Búist get eg við þeirri spurningu, hver sé árangurinn
af þessum kynbóta-félagsskap. En því er ekki svo auð-
velt að svara, og ber margt til þess.