Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 69
BÚNAÐARRIT
61
Flest félögin eru ung, nýlega stofnuð. Það er því engin
von að verulegur árangur sé enn kominn í Ijós af starf-
semi þeirra. Þó hygg eg, að félögin hafi gert gagn, þegar
.öllu er á botninn hvolft, einkum þau elztu.
Minna má einnig á það, að fjárhagur flestra félaganna
er þröngur. Þau berjast efnalega í bökkum. Þau fá engan
beinan styrk neinsstaðar að, svo teljandi sé. Tekjur
þeirra eru tillög félagsmanna og folatollur.
Einnig má teija þeim til tekna verðlaun þau, er kyn-
bótahestar þeirra hafa fengið á héraðssýningunum.
En slíkar sýningar eru ekki haldnar nema annaðhvort
ár, og verðlaunin jafnan lág. Dregur það félaginu
skamt fjárhagslega. Verðlaunin eru að eins ofurlítil hvöt
til þess að starfrækja þennan fólagsskap. — Styrk til
graðhestakaupa hafa sum félögin fengið, er nemur Vs
hluta hestsverðsins. Verður síðar minst nánar á þetta
atriði.
Enn er á það að líta, að félögin eiga, bæði út á við
og innbyrðis, við marga erfiðleika að stríða. Þátttakan í
félagsskapnum er víða lítil. Sumstaðar eru það að eins
nokkrir menn, er komið hafa félagsskapnum á fót, og
starfrækja hann. Þeir sem eru utan fólagsins, gera hin-
um þá einatt erfitt fyrir á ýmsan veg, og spilla fyrir
tilgangi félagsins og árangri hans. Óvaldir graðhestar, og
þá helzt ungir folar, 2—3 vetra, ganga lausir innan um
önnur hross og fylja hryssur félagsmanna á öllum aldri
áður en varir. Við þetta er erfitt að fást. — Samþyktir
eru til að vísu í flestum sýslum landsins, en þær eru
fyrir borð bornar, og ákvæðum þeirra aðj engu sint.
Fáir eða engir taka sér fram um það að beita þeim,
enda erfitt að eiga við það, og óvinsælt í meira lagi.
Samþyktirnar eru því víða að eins pappírsgagn, og
nafnið tómt1).
1) Undantekningar eiga sór vitanlega stað, en þœr eru helzt
til fáar. — Um Eyrarbakkahropp í Árnessýslu skal þess sórstak-
lega getið, að þar er samþyktar-ákvæðum sýslunnar fylgt í flest-