Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 70
62
BÚNAÐARRIT
En á meðan þessu fer fram — samþyktar-ákvæðin
fótumtroðin og óvaldir graðfolar leika lausum hala — er
eigi við góðu að búast. Meðan það ástand helst, er eng-
um víðtækum eða verulegum umbótum hægt að koma
í framkvæmd. — Starísemi hrossaræktarfélaganna er
með þessu spilt, og engu hægt um að þoka. Hér verður
því að taka alvarlega í taumana, ef vel á að fara.
Um elzta félagið — hrossaræktarfélag A.-Landeyinga
— eða starfsemi þess er það að segja, að það hefir gert
gagn. Áður en það var til, voru hrossin í sveitinni mjög
misjöfn, fremur lítil og allavega lit. Nú eru þau nálega
öll eirilit, rauð, jörp, brún og bleik. Af 144 tryppum,
er sýnd voru þar 28. april 1918, voru að eins 2 öðru-
vísi lit, og annað skjótt. Hrossin eru einnig miklu jafnari
á vöxt en þau voru áður. Og eins og áður er áminst,
hefir félagsskapurinn og sýningarnar komið því til leiðar,
að meðferðin á hrossunum er betri en hún áður var.
Annað elzta félagið er hrossaræktarfélag Fljótsdalshér-
aðs. Það hefir, eins og flest hin félögin, átt við erfiðleika að
stríða. Það tekur yfir stórt svæði, en hluttakan í félagsskapn-
um misbrestasöm, og verður þar af leiðandi enn erfiðara að
dæma um árangurinn. Sennilega er hann þó einhver.
Ráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Benedikt
Blöndal, hefir sent mér mál á nokkrum hrossum undan
kynbótahestunum Bleik og Brún, og er það á þessa leið:
Tala mældra gripa. Aldur, Meðalliæð1), Brjóstmál,
4=) 4 vetra 136 cm. 157 cm.
42) 3 — 132 — 150 —
3 — 134 — 152 —
3») 4 — 134 — 161 —
4S) 3 — 136 '/>- 161 —
2S) 2 — 127 — 143 —
um greinum. Hreppurinn hefir komið sér upp kynbótagirðingu,
leigt sér graðhesta til undaneldis, og yfir höfuð sýnt alla viðleitni
í því, að koma á hjá sér betra skipulagi með kynbætur á hrossum.
1) Öll mál í þessari ritgerð eru bandmál.
2) Hestar undan Brúu.
3) Hryssur undan Brún.