Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 71
BÚNAÐARBJT
63
T»la mældra gtipa.
8‘)
2')
Aldur.
4 vetra
2 —
Mcdalhæð.
138 cm.
129 —
lírjöatmál.
161 cm.
146 —
Um hin félögin er fátt að segja, enda eru þau ung
til þess að gera; það elzta af þeim að eins 5 ára —
hrossaræktarfélag Hrunamannahrepps — en hin öll yngri.
Sumum félögunum hefir hepnast að fá sér góða undan-
eldishesta, er hafa, eftir því er séð verður 'á íolöldunum
og tryppunum undan þeim, gefið góða raun. Sérstaklega
má í því sambandi nefna Bleik frá Þórarinsstöðum,
Húna og fleiri. Mörg tryppi undan þessum hestum eru
afbragðs falleg.
III. Tímgunarvanliöldin,
Eins og áður er sagt, eiga hrossaræktarfélögin erfitt
uppdráttar. Menn eru tregir að ganga í þau, og úthalds-
litlir margir hverjir að vera í þeim eða starfrækja þau.
Eitt af óánægjuefnunum, og ekki það óverulegasta, eru
timgunarvanhöldin á hryssunum. Þessi vanhöld eru
mörgum reglulegur ásteytingarsteinn. Menn gera alment
þá kröfu, að allar hryssur, sem hleypt er til undaneldis-
hestsins eigi folöld. Og krafan er í sjálfu sér eðlileg.
Hryssan er leidd til hans í því skyni, að hún fyljist og
eigi folald. En á þessu er stundum nokkur misbrestur
innan félaganna, og það veldur óánægju.
En þetta atriði með tímgunarvanhöldin er ekki sér-
stakt fyrir okkur eða einsdæmi um hrossaræktarfélögin
hér á landi. Þessi ágalii kemur alstaðar í ljós, meira og
minna, þar sem lögð er veruleg stund á kynbætur hrossa.
Skal eg nefna nokkur dæmi er sýna þetta og sanna.
Samkvæmt skýrslum Dana frá 1898 voru í hinum
ýmsu landshlutum þar, 54—74 hryssur af hverjum 100,
er leiddar höfðu verið undir hest, með folaldi eða
66,5°/o að meðaltali fyrir landið í heild sinni. Eftir
1) Heatar undan Bleik.