Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 72
BÚNAÐARKIT
«4
skýrslum frá 1909 voru 54,6—70,4 hryssur af hverjum
100 með folaldi, eða 64,2°/o að meðaltali.
Eftir þessum tölum að dæma, virðist að timgunar-
vanhöldin í Danmörku hafl heldur aukist en hitt, síðan
um aldamótin síðustu.
Danskur dýralæknir, J. Mbrechtsen að nafni, heflr
safnað skýrslum um þetta efni frá einstökum heimilum
i Danmörku. Sem dæmi úr þessari skýrslu skal eg nefna,
að á einum bænum áttu 5 hryssur folöld af 24, er
haldið hafði verið, eða sem nemur 20,8°/o. Á öðrum bæ
áttu 5 hryssur folöld af 13, eða 38,4°/o. Og á þriðja
bænum áttu 23 hryssur folöld af 29 alls, eða 80°/o1).
Eftir skýrslum um ríkissýningarnar í Danmörku árið
1916 kemur það í Ijós, að af hryssum sem haldið var
undir verðlaunaða hesta, 4 vetra og eldri, áttu folöld
65°/o. — Að því er einstaka hesta snertir, voru tímg-
unarvanhöldin mjög lítil. Sem dæmi má nefna, að undir
hestinn Sorte Kran var haldið 150 hryssum, og voru
142 af þeim með folaldi, eða um 95%. Undir annan
hest var haldið 44 hryssum og áttu þær allar folöld.
En svo voru aftur vanhöldin geysimikil hjá ýmsum öðr-
um hestum, sem gefur að skilja, þar sem meðaltalið af
fylfullum hryssum var 65%.
Þess skal hér getið, að í Danmörku er það algengast,
að hryssunum er haldið undir hestinn, en ekki látnar
ganga með honum um fengitímann.
Dönum þykir það yfirleitt gott, ef rúmur helmingur
þeirra hryssa sem haldið er, eiga folöld.
Á hestakynbótabúinu á Borgundarhólmi nam það því
árið 1915, að 85 hryssur af hverjum 100 ættu folöld, og
þótti það ágætt.
Eftir skýrslum frá hestakynbótabúum í Þýzkalandi
árið 1912, nam það því, að um 60% af hryssunum
ættu folöld að meðaltali. En annars var munurinn mik-
1) Om Ufrugtbarhed hos Hoppen, Kmh. 1917, bls. 6.