Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 78
70
BÚNAÐARRIT
Eins og skýrslan ber með sér, heflr hryssunum fækk-
að, sem sýndar hafa verið, siðari árin. Skrásetningar-
gjaldið eða hækkun þess, er gerð var fyrir skemstu,
hefir ef til viil dregið úr aðsókninni. Auk þess eru verð-
launin svo lág, að þau hvetja lítið til þess að sýna hryss-
urnar. Sýna menn nú ekki aðrar hryssur en þær, sem
þeir gera sér von um að fá verðlaun fyrir.
Þeim, sem verið hafa á sýningunum að Þjórsártúni, ber
saman um það, að þangað komi nú fallegri hross en áður
gerðist, einkum hestarnir. Og einna fallegastir og jafn-
astir munu þeir hafa verið á síðustu sýningunni, 1916.
En það voru sýndir færri hestar þá, en verið hafði áður.
Um hinar sýningarnar skal eg ekki fjölyrða. Þess má
að eins geta, að á sýningarnar á Sveinsstöðum hafa
jafnan komið falleg hross innan um. Og á síðustu sýn-
ingunni þar, 21. júní 1917, voru hestarnir flestir, þeir
4 vetra og eldri, einkar laglegir og jafnir. Þar fengu
sex hestar 2. verðlaun, og voru þeir, hver fyrir sig,
137—138 cm. á hæð.
Svipað er að segja um sýninguna 16. júní 1917 að
Garði í Hegranesi. Þar voru margir gripir góðir, bæði
hestar og hryssur. Þar var t. d. sýnd hryssa, 142 cm.
á hæð, og önnur 140 cm., og báðar einnig að öðru leyti
fallegar. Fimm hestar fengu þar 2. verðl., og voru allir
einkar laglegir, og einn þeirra sérstaklega — Rauður frá
Miklabæ í Óslandshlíð — er þótti vera ágætlega vaxinn.
Hann var 4 vetra, 138 cm. á hæð. Stærstur var jarpur
hestur frá Sjáfarborg, 5 vetra, 140 cm.
Sýningin i Deildartungu, 21, júní 1916, er með lak-
legri sýningunum er haldnar hafa verið. Af hestunum,
4 vetra og eldri, er sýndir voru, þóttu tveir skárstir, og
var hvorugur þeirra ættaður úr héraðinu. En þar á móti
voru 3 vetra folarnir betri, sérstaklega einn þeirra —
frá Miðhúsum á Mýrum — grár að lit, 138 cm. á hæð.
Að öðru leyti sýnir taflan hér á eftir meðalstœrð verð-
launaðra og viðurkendra hesta, 4 vetra og eldri, á héraða-