Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 79
BÚNAÐARRIT
71
«ða hrossasýningum undanförnu: þeim, er haldnar hafa verið að
Sýningarstaður: Ár. Tala licsta. Meðalstœrð').
Þjórsártún 1906 13 133,5 cm.
n .1909 8 134,0 —
« 1912 8 135,0 —
n 1914 13 136,0 —
n 1916 14 137,4 —
Deildartunga .... 1912 3 134,0 —
« ' 1916 4 134,5 —
Sveinsstaóir 1912 10 135,0 —
n ■ 1913 10 135,3 —
—„— 1915 10 135,5 —
«" 1917 11 135,8 —
iSauðárkrókur .... 1912 5 136,0 —
» 1913 8 135,2 —
Oarður 1917 9 135,8 —
Á sýningunum hafa hestarnir og hrossin verið dæmd
aballega eftir útliti, stærð og vaxtarlagi. Einnig heflr
verið reynt, eftir því sem hægt heflr verið, að taka til-
lit til ætternis og arfgengra eiginleika. En uppiýsingar
um ætt og uppruna gripanna er oft erfitt að útvega,
og pað sem sagt kann að vera um það, er ekki ætíð
svo ábyggilegt sem skyldi. Fyrir því ræður það oft mestu
nm dóm dómnefnda, hvernig gripurinn lítur út, eða
stærðin og vaxtarlagið. Þetta á sér einkum stað og er
aðalreglan um hesta og aðra gripi í fyrsta slciftið, sem
þeir eru sýndir. En þegar farið er að sýna sama hest-
inn oft, og einhver reynsla er fengin um notkun hans,
þá er einnig tekið tillit til þess og hesturinn dæmdur
■eftir því, hvernig hann hefir reynst. Þó heflr, því miður,
1) Þess skal hér getíð, til athugunar fyrir þá, er seinna meir
kunna að yfirfara skýrslurnar um sýningarnar, að þar sem stærð
k sama hesti, er hefir verið sýndur hvort árið eftir annað, ber
ekki saman, þá er hér í þessari töflu, miðað við og átt við þá
stærð hestsins, er mér hefir reynst að vera, enda eru þær tölur,
(hæðarmál hestsins) ávalt lægri hjá mér en öðrum, er veitt hafa
forstöðu þessum sýningum.