Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 81
JBÚNAÐARRIT
73
of langfc, og að skepnur séu verðlaunaðar, sem eiga það
ekki skilið. Og þetta liefir borið við hér á sýningum.
En við því verður að gjalda varhug. — Dómendurnir
verða að vera strangir í dómum sínum um hina ein-
stöku gripi, og verðlauna ekki aðrar skepnur en þærr
sem teljast vel hæfar til undaneldis.
Að öðru leyti má g9ta þess, að á héraðssýningunum
hafa verðlaunin fyrir hesta hækkað nokkuð síðustu árin,
og um leið meiri strangleika verið beitt gagnvart sýn-
ingargripunum.
Þótt eitthvað megi nú finna að sýningunum og fyrir-
komulagi þeirra, því ekkert er fullkomið í þessum heimi,
þá er það samt áreiðanlegt, að þær hafa gert töluvert
gagn. Ilrossaræktarfélögin og sýningarnar hafa meðal
annars stutt að því, og kornið því til leiðar, að nú eru
til í ýmsum sveitum, einkum sunnanlands, all-margir
liestar 4 vetra og eldri, sem notaðir eru til undaneldis.
Með verðlaununum eru menn hvattir fcil þess og enda
skuldbundnir, að halda hestunum ógeltum. Og það
hefir oft lánast vel að því. Sýningarnar hafa svo fætt
af sér hrossaræktarfélögin, þar sem þáu eru komin á íót.
Með sýninguin er einnig hafin samkepni milli sýnend-
anna um, að sýna sem fallegasta gripi. Þó að þessarar
samkepni gæti enn lítið, þá vottar þó fyrir henni, og
hefir það sín áhrif.
Að mínu áliti getur ekki komið til mála, að hætta
við sýningarnar. Það væri blátt áfram til þess, að kippa
fótunum undan hrossaræktarfélögunum og drepa niður
þá litlu viðleitni, sem þegar er gerð til þess, að bæta
hrossakynið. Sýningunum verður, þvert á móti, að við-
halda, og veita ríflegri styrk til þeirra en verið hefir.
V. Umbæturnar.
Viðleitni sú er gerð hefir verið til þess að bæta hesta-
ræktina nær mjög skamt, eins og áður er sýnt, og hefir