Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 83
BTJNAÐ ARRIT
75
hærra verði. Og eftir því sem jarðrækt hér og annari
atvinnu þokar áfram, verður eftirspurnin eftir stærri
hestunum enn meiri, og verðið þeim mun hærra.
Fyrir því er nauðsynlegt og aðkallandi, að leggja sér-
staka áherzlu á það, að gera hrossin stærri og vænni,
en þau eru nú.
En hrossin stækka ekki af sjálfu sór. Ef ekkert er
gert t.il þess, að auka vöxt þeirra, standa þau í stað,
eða réttara sagt, fer aftur. En með hyggilegum ráðstöf-
unum, kynbótum og bættri meðferð, er innan handar,
að gera þau stærri.
Meðal-stærð á hestum er nú talin að vera um 133
cm. eða nálægt 51 þuml. Á tillölulega skömmum tíma
— 10—12 árum — ætti að vera auðið, að auka meðal-
stærðina á hestunum um 2V2—3 cra,, e/ samtök eru
höfð um það, og skynsamlega er um alla hnúta búið.
Sumir hafa nú stungið upp á því, að fá kynbótahesta
frá útlöndum af stærra kyni en okkar hestar eru, t. d.
frá Noregi1), og gera kynbætur með þeim. Telja þeir,
að sú kynblöndun mundi hafa það í för með sér, að
hestarnir eða hrossakynið stækkaði fljótar og meir en
eila. Það er og sennilegt, að svo mundi reynast, ef
þeirri kynblöndun væri haldið stöðugt við.
Hitt er annað mál, hvort sú aðferð til þess að stækka
hrossakynið er hyggiieg eða affarasæl til frambúðar. En
um það skal ekki rætt að þessu sinni. Hitt er víst, að
um mál þetta eru mjög skiftar skoðanir.
Það, sem sagt hefir verið hér á undan um hrossa-
kynbætur, og við það kann að verða aukið, miðast alt
við það, að gerðar séu kynbætur með okkar eigin hesta-
kyni. Það verður einnig vafalaust öruggasta og trygg-
asta leiðin til þess að bæta hrossakynið. En þessi leið
1) Samanbr. ritgerð Hallgr. fjárræktarmanns Þorbergs-
sonar í Norðurlandi, 39._ tölubl. 1904, og ritgerð Sig.
dýralœknis Einarssonar i íslendingi 2. árg. 1916 (34
tölubl.)