Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 84
76
BÚNAÐARRIT
er seinfarin. En hún er hins vegar trygg og alveg
áhættulaus, og langt um kostnaðarminni en hin leiðin
eða aðferðin, að fá graðhesta frá öðrum löndum til
kynblöndunar.
Hvað það atriði snertir, að aðskilja reiðhestana frá
aksturs-hestunum, þá er með fcví átt meðal annars við
það, að s'ómu hestarnir séu ekki notaðir til reiðar og
áburðar, svo nokkru verulegu nemi. Það stór-skemmir
hestana, að gera það, og þeir verða með því miklu
lakari til allrar brúkunar en ella.
Ástæðan til þessa er sú, að hesturinn beitir þrótti
sínum og afli mjög á annan veg við akstur, en þegar
honum er riðið. Þetta hefir það í för með sér, að orka
hestsins, vöðvar og allur vöxtur, þroskast í vissa stefnu
eftir því, hver brúkunin er. Sé nú hesturinn notaður
strax til aksturs, þá fer það svo, að orka hans og
vaxtarlag miðast við það, og hann verður með aldrin-
um duglegur dráttarhestur. — En sé hann notaður bæði
til reiðar og aksturs á víxl eða til skiftis, þá er afleið-
ingin af því sú, að bann nær ekki fullum þroska í
hvoruga stefnuna, og verður þar af leiðandi ónýtur til
dráttar og gutlari til reiðar, jafnvel hvað gott sem upp-
lagið var.
Einhliða notkun, æfing og vani gefur lystina. Það er
algilt lögmál. Og á þessu lögmáli er bygð — ef eg
mætti svo að orði kveða — krafan um það, að aðskilja
akhestana frá reiðhestunum.
Hitt segir sig sjálft, að um ieið og farið verður að
skilja þarna á milli — reiðhesta og akhesta — verður
reynt að velja gripina eftir vaxtarlagi þeirra, útliti og
upplagi, til hverrar notkunarinnar fyrir sig.
Með þessari aðgreiningu er þó ekki átt við það, að
allir akhestar eigi að vera lalir, en reiðhestar einir
viljugir. Það er síður en svo.
Bezt er, og á það verður að leggja áherzlu, að allir
hestar, til hvers sem á að nota þá, séu viljagóðir. Yið