Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 85
BÚNAÐARRIT
77
allan akstur eða drátt, t. d. plæging og vélslátt, er
miklu betra, aS hesturinn sé sporléttur og greiSur í
gangi. Vinst bá verkiS fljótar og verSur betur af hendi
leyst. ÞaS er yfir höfuS neySarkostur, aS þurfa aS nota
latan hest, hvort heldur er til reiSar, aksturs eSa áburSar.
Letinni verSur því aS útrýma úr kyninu.
Fyrir því er viljinn eitt af því, er taka verður tillit
til við val á undaneldisgripum, hestum og hryssum,
hvort sem á að nota það, er undan þeim kemur, til
reiðar eða aksturs.
Um reiShestaefnin er það að segja, að vanda verður
mjög val þeirra. Reiðhestarnir þurfa að vera gæddir
vilja í bezta lagi eða reglulegu fjöri. ÞaS er að mínu
áliti þungamiðjan í þessu máli. Einnig þarf gangurinn
að vera þœgilegur. Bezt er, að hesturinn hafi „allan
gang“, sem kallað er. Leggja verður þó sérstaka áherzlu
á töltið og rækta það. Vekurð er því að eins góð, aS
hesturinn sé þýður.
Gangur og fjör eru meðfæddir — ættgengir — eigin-
leikar.
Grundvöllur hrossakynbótanna á að vera sá, að nota
til undaneldis stœrstu, beztu og lcynsœlustu gripina, sem
fyrirfinnast í landinu. Afnot þessara beztu gripa verður
svo að tryggja sem bezt. En til þess þurfa öflug samtök
og ráðstafanir, er háð séu eftirliti, og njóti ríflegs styrks
frá því opinbera.
Helztu ráðstafanirnar sem gera þarf og gera verður
til þess að tryggja hrossakynbæturnar og aðrar umbæt-
ur á hestaræktinni, samkvæmt því, sem þegar var nefnt,
eru þessar:
1. Að halda héraðssýningar á hrossum, og verðlauna
beztu og fallegustu gripina.
2. Að stofna hrossaræktarfélög í öllum helztu hrossa-
héruðum landsins.
3. Að koma á fót kynbótabúum fyrir hesta.