Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 86
78
BUNAÐARRÍT
4. Að gera girðirigar um gerði eða landsvæði fyrir
kynbótahrossin að vorinu.
5. Að skrásetja ættartölur úrvaisgripanna.
Á sýningarnar hefi eg þegar minst, og verður eigi
rætt frekar um þær hér. Um hrossurœktarfélögin er
sama að segja. Þó er það eitt atriði í sambandi við þaur
er eg verð að minnast á með nokkrum orðum. Það er
styrkurinn til félaganna til graðhestakaupa.
Eins og áður er getið, hafa sum félögin fengið styrk
til þess að kaupa eða eignast hest til undaneldis eða
kynbóta. Styrkurinn nemur V3 hluta hestverðsins, og er
veittur með því skilyrði, að hesturinn sé notaður til
undaneldis í 5 ár. Ef að honum er fargað innan þess
tíma að ástæðulausu, er viðkomandi félag skyldugt til
að greiða Búnaðarfélagi íslands 73 hluta af verði hests-
ins, sem hann er þá virtur eða seldur fyrir.
Undanfarin 5 'ár og til þessa tíma, hefir verið veittur
styrkur til kaupa á 10 hestum, að upphæð 1300 kiv
alls. Flestir hestarnir, sem styrkur hefir verið veittur til
að kaupa, eru enn í brúki.
Víða erlendis er hrossaræktarfélögunum veittur styrkur
til graðhestakaupa. — I Danmörku nemur þessi styrkur
fyrir unga hesta — 2—3 vetra — 74 hluta verðs þeirra.
En ef um eldri hesta er að ræða, sem reynsla er fengin
um, er styrkurinn hærri.
í Noregi nemur styrkurinn alt að helmingi þess, er
hesturinn kostar. Að öðru leyti er styrkurinn veittur
með vissum skilyrðum eða eftir ákveðnum reglum, og
er aðalefni þeirra þetta:
1. Sýslufélög, hreppsfélög og hestakynbótafélög geta
fengið styrk til graðhestakaupa. Þó mega ekki, ef um
kynbótafélag er að ræða, félagar þess vera færri en 20..
Að öðru leyti er þess krafist:
1. Aö hesturinn sé eigi yngri en 4 vetra og hafi hlotið-