Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 88
80
BÚNAÐARRIT
Þess má ab eins geta, að girðingar eru óumflýjanlegar
í sambandi við kynbætur á hrossum. En nú er alt girð-
ingaefni bæði lítt fáanlegt og afskaplega dýrt. Og meðan
ófriðurinn stendur, verður naumast breyting á þessu. —
En strax að honum loknum geri eg ráð fyrir að efnið
íáist, og að verðið á því lækki mjög bráðiega. Yerður
þá vafalaust tekið á ný til óspiltra málanna að girða,
bæði fyrir kynbótahross og annað.
VI. Hcsta-kynMtaM.
Margir hestamenn og yfir höfuð flestir þeir, er láta
sér umhugað um endurbætur á hestaræktinni, telja sjálf-
sagt að komið sé á fót kynbótabúum fyrir hesta. Slíkum
kynbótabúum heíir verið komið á fót alstaðar þar sem
nokkur rækt er lögð við kynbætur á hrossum. Tel eg
því rétt að minnast á þetta atriði til umbóta hestarækt-
inni sérstaklega.
Árið 1904 er stofnað hesta-kynbótabú í Húnavatns-
sýslu, og árið 1907 er annað hesta-kynbótabúiö sett á
■fót í Skagafirði. Kynbótabúið í Húnavatnssýslu starfaði
í 5 ár, og leystist svo upp 1909; en búið í Skagafirði
lagðist niður 1912 (Bíinaðarritið 30. árg., bls. 105—107).
Síðan hefir engin tilraun verið gerð til þess að stofna
hesta-kynbótabú.
Með stofnun hrossaræktarfélaga má að mínu áliti koma
miklu til leiöar í umbótum á hrossaræktinni, ef slikur
félagsskapur er öflugur og ákveðinn. En hinu verður
ekki neitað, að samhliða félögunum er mikils um vert,
að til séu hesta-kynbótabú. Frá þeim búum eiga félögin
að geta fengið kynbótahesta út af völdum og ættgóðum
hrossum. Mundi það verða félögunum mikill styrkur í
kynbótastarfsemi þeirra.
Fyrst um sinn mundi það nægja, að komið væri á fót
smámsaman fjórum kynbótábúum, einu austanfjalls, öðru
í Borgarfirði, þriðja í Húnavatnssýslu og því fjórða í