Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 90
se
BÚNAÐARRIT
jarðir og menn, er vilja og geta tekið að sér að reka
þessar stofnanir, og njóta til þess trausts almennings. “
Hér er gert ráð íyrir því, að þeir menn, er samið
verður við um þetta, reki kynbótabúin á sína ábyrgð og
sinn kostnað, en njóti til þess styrks af opinberu fé, og
séu um leið háðir nægilegu eftirliti.
Hvert búið fyrir sig verður að eiga 8—12 kynbóta-
hryssur og 1 kynbótahest. Eg ætlast til, að sum búin
leggi stund á að ala upp akhesta til kynbóta, og önnur
reiðhesta. Setja verður svo reglur um rekstur þessara
búa, uppeldi og sölu kynbótagripanna eða gripsefnanna,
notkun kynbótahestsins o. s. frv.
Veita verður styrk til þess að koma kynbótabúunum
á fót, bæði til að kaupa úrvalsgripi til þeirra og fleira.
Mun eigi nægja minni styrkur til þess en 1000—2000 kr.
eftir stærð búsins eða hryssufjölda.
Eftir að búið er stofnað, þarf einnig að veita því ár-
legan styrlc, er eigi nemi minnu en 500—1000 kr. fyrstu
5 árin að minsta kosti. En svo mætti styrkurinn fara
lækkandi smátt og smátt, rneð því gera verður rað fyrir,
að búin fari úr því að njóta tekna af sölu kynbótahesta.
í reglunum um rekstur búanna verða að vera ákvæði
um það, hvernig fer um kynbótastofninn og skiftin á
búinu, ef það hættir að starfa eða legst niður.
Bezt færi á því — og við það er miðað hér — að
annaðhvort landssjóður einn eða Búnaðarfélagið styrki
hesta-kynbótabúin, án nokkurs slahgrðis eða kröfu um
styrJc annarsstaðar frá. Að heimta styrk á móti frá við-
komandi héruðum eða sýslum, er óhentugt og blessast
ekki. Fyrir því er þegar fengin nokkur reynsla. Mundi
það hafa í för með sér óþaifa vafninga, og ef t.il vill
valda sundurþykkju og óánægju þegar minst vonum varir.
Að sjálfsögðu ætti þá Búnaðarfélagið, meðan það hefir
þessi mál með höndum, að annast umsjón búanna og
hafa eftirlit með þeim.
Helzt mætti ekki líða á Jöngu úr þessu, að farið verði