Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 91
BÚNAÐARRIT
83
að undirbúa stofnun þessara kynbótabúa. Þyrftu þau,
tvö þeirra að minsta kosti, að komast á fót eigi síðar en
1919 eða 1920.
VII. Styrkur til lirossaræfctar.
Eins og áður er getið fá hrossaræktarfélögin engan
beinan eða árlegan styrk. Þau liafa að eins fengið styrk
til girðinga og graðhestakaupa. Og auk þess er veittur
styrkur til héraðssýninga á hrossum. — En annar styrkur
til sýninga á stórgripum heflr ekki verið veittur undan-
farin 6—7 ár, og hefði þess þó verið full þörf. En lands-
tillagið til Búnaðarfélagsins hefir ekki leyft það. Að eins
í vor er leið var þó styrkur veittur til fénaðarsýningar í
Hóla- og Yiðvíkurhreppum í Skagafjarðarsýslu, er hald-
in var 14. júní, og mun loíorð um þann styrk hafa
verið geflð 1912, þótt sýningin hafi ekki verið haldin
fyr en þetta.
Til hestaræktar og hrossaræktarfélaganna hefir verið
varið, síðustu 5 árin, því sem hér segir:
Árin 1913 1914 1915 1916 1917
kr. kr. kr. kr. kr.
Til girðinga . . . . 110 490 269 650 25
— hestakaupa. . . 87 616 100 283 330
— sýninga . . . . 450 450 300 650 490
Samtals , . 647 1556 669 1583 845
Þetta verður samtals öll árin 5300 kr. eða 1060 lcr.
að meðaltali fyrir hvert ár.
Samtals hefir þessi ár verið veitt til:
Að meðaltali
á ári
Til girðinga..................... 1544 kr.1) 309 kr.
— hestakaupa..................... 1416 — 468 —
sýninga................... . . . 2340 —2) 283 —
1) Upphækkað, látið standa rétt á krónu.
2) Slept nokkrum aurum.
* 6