Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 92
84
BÚNAÐARRIT
Samkvæmt búnaðarskýrslunum í Hagskýrslum íslands
var hrossafjöldinn árið 1915, 46618 alls. — Eftir því
koma þá — miðað við þennan meðaltalsstyrk 1060 kr.—
að eins 2,26 aurar á hvert hross til jafnaðar, eða kr.
2,26 á hver 100 hross.
Til samanburðar er fróðlegt að sjá, hvað t. d. Danir
verja miklu fé til hestaræktar.
Fjárframlög þeirra til búfjárrœktar úr rikissjóði nema
nálægt 777 þúsund krónum á ári. Af þessari upphæð
er varið sérstaklega til hestaræktarinnar um 320 þús. kr.
Tala hrossa í Danmörku árið 1915 var 525690 alls.
— Koma þá 60 aurar til jafnaðar á hvert hross, eða
60 kr. á hver 100 hross.
Munurinn er geysi mikill. Hann er, miðað við hver
100 hross, nálægt 58 kr.
Hér er, eins og allir sjá, miðað við framlagið úr
ríkissjóði Dana, til hestaræktarinnar þar, og styrkinn
frá Búnaðarfélaginu hér. En auk þess, er varið miklu
fé í Danmörku til búfjárræktar, og þar á meðal til
hestaræktar, úr sjóðum héraðabúnaðarfélaganna og sam-
bandafélaganna. Hér er einnig veittur styrkur til sýninga
á hrossum úr sýslusjóðum þeirra héraða, sem sýning-
arnar eru haldnar fyrir, móts við styrkinn frá Búnaðar-
félaginu. Hlutfallið milli þeirra styrkveitinga þar og hér,
er iíklega svipað og um fjárframlögin úr ríkissjóði ann-
arsvegar, og úr sjóði Búnaðarfélagsins hinsvegar. Og eg
býst satt að segja við, að ef farið væri nákvæmlega út
í þann samanburð, þá mundi það koma í Ijós, að til-
lögin til hestaræktarinnar annarsstaðar frá, nema til-
tölulega miklu minna hér — miðað við hrossafjöldann —
en í Danmörku.
Taki maður Noreg til samanburðar, verður svipað
uppi á teningnum.
Það er að vísu erfitt að sjá, á ríkissjóðsreikningnum,
hvað varið er til hestaræktar alls. En til ríkissýninga á
hrossum, hestakynbótabúa og fieira, eru veittar nálægt