Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 98
BÓNAÐÆRIT.
Báfjármörk.
Eftir Björn Bjarnarson.
I. Inngangsorft.
Lítill árangur hefur enn orðið af þeim tilraunum,
sem gerðar hafa verið, og tillögum sem fram liafa komið,
til að koma lögun á og afstýra því regluleysi, sem nú
er á öllu, er mörkum búfénaðar viðkemur á landi hér.
Um upptöku nýrra marka eru engar almennar reglur
til, eigi heldur um samning markaskráa. Sum mörk
eru nefnd sínu nafninu í hverjum landshluta, jafnvel
sitt í hvoru samliggjandi héraða; og það á sér stað, að
tvennskonar gerð (2 ólík mörk) hafi eitt og sama nafn.
Þetta veldur ruglingí og réttar-óvissu, og getur oft valdið
all-tiifinnanlegum baga. Fjármörkin eru eignarheimildir
manna fyrir einum aðal-atvinnustofni þjóðarinnar, og
markaskrárnar eiga að vera heimildarskilríkin. Því er
eigi lítils um vert, að þær séu áreiðanlegar, skipuiega
samdar, og að engin sammerki né villandi námerki eigi
sér stað innan þeirra svæða, sem fé getur gengið saman
á; svo má eigi heldur vera ruglingur á nöfnum né gerð
markanna, er valdið geti misskilningi og misdrætti á
fénaði.
Upptaka sérmarka fyrir héruð, sveitir eða heimili hefir
enn ekki unnið alment fylgi, vegna vanafestu manna
og trygðar við gömul mörk, sem lengi hafa ættum fylgt;
og af ýmsum fleiri ástæðum er líkiegt að það dragist.
1 þeirri von, að það kunni nokkur áhrif að hafa til
bóta, verða hér sýnd í myndum flest kunn búfjármörk
(og nokkur ný-mynduð), og jafnframt reynt að samræma
nöfn markanna, nefna hvert þeirra viðeigandi nafni, svo