Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 99
BÚNAÐARRIT
91
ekki þurfl að viðhafa lýsingar, eins og tíðkast hefir um
sum mörkin (þeim hefir verið lýst með tveim eða fleiri
orðum, í stað nafns).
Vænst er, að skynsamir menn hér á landi, er afskifti
hafa af slíku, leggi lið sitt til, að koma einlægri reglu
á í þessu efni um land alt. Einkum geta markaskrár-
semjendur átt góðan hlut að þessu.
II. Mörkin cftir stöðu
Búfjármörkin eru eftir slöðu þeirra ýmist yfirmörk
eða undirbenjar.
Til yfirmarka teljast öll þau mörk, er snerta h'odd
eyrans: þann hluta þess, sem fyrir ofan bolaxlir er, þar
sem sniðin (vaglarnir) byrja; þess vegna verður ben,
sem hefir sömu eða líka gerð og undirben, að yfirmarki,
sé hún í vagli (t. d. lögg, fjöður, stig).
Vfirmörkin eru tvennskonar: jafnvægismörh og hall-
mörh. Eru jafnvœgismörhin ofan á eyranu, ofan í það
mitt eða jafnt bœði framan og aftan. Þau eru:
Gatrifað
Geilrifað
Geirað
Geirrifað
Geirstúfrifað
Geirstýft
Geirsýlt
Hamar
Hamarrifað
Heilhamar
Heilhamarrifað
Heilrifað
Hvathamar
Hvatrifað
Hvatsýlt
Hvatt
Hvattvírifað
Laufrifað
Laufstýft
Laufsýlt
Miðhlutað
Oddhamar
Skorað
Skornastýft
Skornasýlt
Stúfmiðhlutað
Stúfrifað
Stúfsýlt
Stúftvírifað
Stúfþrírifað
Stúfþrísýlt
Stýft
Sýlhamar
(Laufað)