Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 102
94
BÚNAÐAiifilT
þó ekki sé notuð nema hin beztu og gleggstu af hinum
hér nefndu mörkum. Er því engin þörf að nota þau
sem vandgerð eru, óglögg eða of lík öðrum, né bragða-
mörg eða særingamörk, er mikið skerða eyrun.
III. Kindar-eyrað.
Hið náttúrlega ætlunarverk eyrans (hins ytra eyra) er:
að taka móti hljóðöldunum og leiða þær að heyrnar-
færunum í hinu innra eyra (skepnur reisa eyrun er
þær hlusta), og
að verja heyrnarganginn fyrir skaðlegum áhrifum utan
að (rusli, flugum o. s. frv.; því slá eða sletta skepnur
eyrunum).
Sé þessu athygli veitt, er auðskilið, að það er skepn-
um skaði, að mikið sé skorið af eyrum þeirra. Að
skera eyrun mikið til eða öll af, heyrir undir illa með-
ferð á slcepnum og er hegningarvert (sbr. Dýraverndarlög).
Við mörkun á skepnum á aðal-reglan að vera:
að gera mörkin hvert með sínu lagi, skýr, en þó ekki
stærri en nauðsyn krefur, og
að veikja ekki né skerða eyrun meira en nauðsyn
krefur. — Yfirmörk, að undanskyldum jaðarflánings-
mörkum (Geiraðsdeild og Jaðraðs) eiga sem minst
að taka niður fyrir bolaxlir. — Undirbeujar á að
gera sem neðst á bol eyrans; þar er eyrað þolmest.
Við frummörkun á varla að þuifa meira af að taka
en í mesta lagi x/5 hluta eyrans; mörk, er meiri
skerðingar krefja eru óhaíandi. Og við uppmörkun
ætti aldrei að mega skerða eyra meira en um */3 í
mesta lagi.
Eyra gemlings (veturgamallar kindar) er að máli hér
um bil:
Frá hlustarþykt upp á hábrodd................... 9 sm.
Þar af bolur upp að bolöxlum.................... 5 —
en broddurinn upp frá bolöxlum.................. 4 —