Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 104
96
BÚNAÐARRIT
IV. Gerð markanna.
Hér verður gerð benia og stærð miðað við eyra-
málið í III. kafla, þó oftast séu eyrun minni þegar
markað er, stálpaðra lamba nálægt þriðjungi minni, og
verður þá að ætlast á um muninn eftir augnamáli. Við
lýsing hvers marks er hnífsbragðatalan, er þarf við
markið, sett í sviga ( ).
1. Andfjaðrað, 88. mynd (= boðfjaðrað, bolfjaðrað);
það eru andstæðar fjaðrir; er hanga gerð niður
við hlustarþykt, fjöður ofan til við miðjan bol á
sama jaðri, svo að bilið milli fjaðrakverkanna sé
um l1/* sm.; verður þá 31/* sm. bil milli fjaðra-
oddanna, og komast því vel fyrir á boljaðrinum,
ef rétt eru gerðar (4).
2. Bit, 96. mynd (= biti; er eins og bit í jaðarinn);
gerð er lítil hanga og hún tekin af með öðru
skábragði (fjaðrarbragði) ofan frá; sumir marka bit
með einu bragði, brjóta eyrað saman, en þá verður
það varla neðar en á miðjum bol (of ofarlega),
(2 eða 1). — Bit er skiijanlega frumnafn þessa
marks (nafnið myndað og beygt eins og Stig).
Enn er í hröðu tali sagt: bit attan. Endingar-i-ið
hefir myndast sem hnykkur á undan samhljóð-
anda, og þeim hnykk halda þeir, sem vanist hafa.
3. Bíldur, 97. mynd (= boðbíldur, boðbílt) líking bíld-
axarblaðs eða blóðtökubílds; gerð tvö lárétt brögð
í jaðar eyrans nálægt miðjum bol, með 1 sm.
millibili, og 1 sm. inn í eyrað, hornin tekin burt
með skábrögðum, að neðan hóbit, að ofan stig (4).
— „Boð“ í boðbíldur, boðfjaðrað mun vera dregið
af þingboði: öxi, sem í fyrri daga var höfð til að
kveðja með menn til þinga. Þannig eru mörg
markanöfn dregin af líking við hluti; t. d. „boð-
fjaðrað" af breiðaxarblaði. — Þegar nöfnin vóru
mynduð, vóru þeir hlutir algengir, þó sumir varla
þekkist nú.
J