Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 107
EÚNAÐARRIT
99
26. Geirstúfrifað, 71. mynd: stýft á geirað og rifa í
stúfinn (5).
27. Qeirsiýft, 68. mynd: stýft á geirað (3).
28. Geirsýlt, 70. mynd: sýlt á geirað (3).
29. Hamar, 14. mynd: (= hamrað, hamarskorið, stúf-
hamrað, hamarstýft, alhamar, hamarskora): gert
er tvíheilrifað og valablöðin skorin burt um bol-
axlir, svo styfið ofan af broddinum við sárin (5).
— Stallarnir og skallinn verða um 1 V* sm. breiðir.
Nafnið mun vera dregið af axarhamri að fornu.
30. Hamarrifað, 13. mynd: hamar með rifu í skallann
(7). — Þegar gera á rifu í, hvatt, sneitt eða sýlt
á skallann, verður hann að vera 2 sm. breiður;
stallarnir þá um 1 sm. á breidd.
31. Hamarsneiðrifað, 22. mynd: rifa í hamarsneitt, (7).
32. Hamarsneitt, 15. mynd: (= sneitt á hamar, sneið-
hamrað); (5).
33. Hanga, 98. mynd: (= hangandi fjöður, hangfjöður);
gerð á sama hátt og Fjöður, nema að oddinn
snýr niður, bragðið upp og inn í eyrað, (2). —
Nafnið er hér að eins stytt, svo síður þurfi að
skammstafa það í markaskrám.
34. Hangustig, 90. mynd: gert stig, nokkuð langdregn-
ara upp en venjulegt stig, og hanga ofan til.í
sárið, (4).
35. Heilhamar, 11. mynd: (= hamarheilt, hálfhamar);
gert eins og Hamar, nema að skallinn er óstyfinn,
heill hábroddurinn (4).
36. Heilhamarrifað, 21. mynd: heilrifað í hábrodd-
inn (5).
37. Heilrifað, 26. mynd: rifa í hábroddinn, 2V*—3 sm.
löng (1).
38. Hnepsla, 29. mynd: (= hnepslugat, þríhyrnt gat);
aflangt gat á neðanverðum bol, mjótt að neðan,
en botn í að ofan (2).
93. Hóhit, 100. mynd: (= hóíbiti, hófur, hóbiti, hór):
*7