Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 108
100
IBÚNAÐARRIT
gert eins og neðri ben Bílds (2). — Nafnið mun
vera dregið af (ketil)-hó, ekki hóf.
40. Hófjaðrað, 95. mynd: gert hóbit, nokkuð lang-
dregnara niður en venjulegt hóbit, og fjöður í
sárið neðantil.
41. Hórifað, 94. mynd: rifa upp í hókrókinn (4); sbr.
vinkilhanga.
42. Hvatblaðstýft, 45. mynd: stúfstallurinn hafður lítill,
líkt og í Hamar, en hvatt á hærra blaðið (4).
43. Hvathamar, 16. mynd: hvatt á hamar-skailann (6).
44. Hvatjaðrað, 58. mynd: hvatt á jaðrað (= hvatt á
hálft af); (4).
45. Hvatrifað, 83. mynd: rifa í hvatbroddinn (4).
46. Hvatsýlt, 82. mynd: sýlt á hvatt (3).
47. Hvatt, 85. mynd: gert sneitt fr. og aft., með
nokkuð meiri halla en venjuleg sneiðing; eyrað
lækkar lítið eitt og broddurinn á að vera hvass
líkt og á heilu eyra (2).
48. Hvattvírifað, 84. mynd (= tvírifað í hvatt): gerð
sín rifan í hvora sneiðinguna (6).
49. Hvatvaglrifað, 81. mynd (— vaglrifað í hvatt):
rifa, iítið eitt á ská, í aðra sneiðinguna (4).
50. Jaðrað, 65. mynd (— hálftaf hlustdregið): rist
mön af jaðrinum neðan frá hlustarþykt upp undir
hábrodd (ekki alveg í hábr.); ýmist er þetta rist
við fingur í einu, eða gerð löng hanga og rist
upp úr kverk hennar (1— 2). — Só jaðrað gert
með beinni línu, eins og 'ber, tekst nál. J/8 af
eyranu, og á því nafnið hálftaf mjög illa við, en
það er þó algengast; og margir hvelfa inn í
eyrað, þegar þeir marka það; en þá verður þetta
Ijótt mark; rótt geit er það með laglegri mörkum,
og á því skilið laglegt nafn — og réttnefni.
51. Jaðrfjaðrað, 63. mynd (= fjöður í hálftaf, hálftaf
og fjöður í): gerð fjöður neðst í jaðrað (4). —