Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 109
BÚNAÐARRIT
101
Aðrar benjar en fjöður geta naumast orðið skýr-
ar í jaðrað.
52. Kýlað, 96. mynd: fr., stig neðar, hóbit ofar sam-
sára; myndast kýli (kúla) milli J>eirra (öfugt við
Bíld); (4).
53. Kylfjaðrað, 87. mynd: (önnur gerð, en nefnt þó
oddfjaðrað af sumum), fjöður neðar, hanga ofar,
með 1 sm. bil milli odda, tekið innan úr hvorri
í sínu lagi, svo kýli verður milli, eins og í kýlað (4).
54. Laufað, 6. mynd (= laufskorið, alreka, heilreka,
gagnhóbitað): gerð lárótt brögð í jaðrana neðan-
vert við bolaxlir og numdir burt jaðrarnir þar
frá að hlustarþykt, eins og neðri hlutar jaðraðs
eða langt niðurdregin hóbit (4). — Broddurinn
myndar lauf.
55. Laufrifað, 9. mynd: litil heilrifa í laufað (5).
56. Laufsneitt, 10. mynd = sneitt á laufað (5).
57. Laufstýft, 8. mynd (= blaðreka, rekublað): stýft
á laufblað (5).
58. Laufsýlt, 7. mynd: sýlt á laufað.
59. Lögg, 1. mynd fr.: gerð tvö lárétt brögð í jaðar
eyrans neðan við miðjan bol með um 1 sm.
millibili og eins langt inn í eyrað, það bil tekið
burt (ferhyrnt stykki); (3). — Nafnið dregið af
kyrnulögg að fornu.
60. Miðhlutað, 55. mynd: brugðið til eins og tvíheil-
rifað, miðhlutinn tekinn burt við botn rifanna (3).
61. Netnál, 30. mynd: eyrað lagt saman langsum, gerð
íjöður í kjöl þess og tekið innan úr henni; á að
verða bogið gat, sem tunga (eins og netnálar-
oddur) gengur upp í, en vill oft verða líkt og
öfug Hnepsla (2). — Aðal-æðar eyrans skerast
sundur, og dregur mátt úr eyranu, svo því hættir
til að kroka eftir mörkunina (er lítt nothæft).
62. Oddfjaðrað, 86. mynd, (samodda fjaðrir): gerð
fjöður neðar og hanga ofar samsára, heldur grynnra