Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 112
104
BÚN|AÐARRIT
við bolaxlir (þá lækkar eyrað um 3—4 sm., en við
stýft um 2 sm.).
91. Sýlblaðstýft, 34. mynd (= sýlt í blaðstýft): hærra
blaðið þá haft breiðara, sjá 64; (3).
92. Sýlhamar, 12. mynd (= sýlt í hamar, hamarsýlt);
(5).
93. Sýljaðrað, 64. mynd (= sýlt í hálftaf, sýlhálftaf):
sýlt á jaðrað (3).
94. Sýlrifað, 3. mynd: rifa í sýlingarbotninn (3).
95. Sýlt, 1. mynd: eyrað lagt saman langsum og skarð'
gert í broddinn, með hálfhalla-síðum (hver helft
sýlingar líkt og hálf sneiðing); eyrað lækkar um
1 sm. (1). — Sýlt er = stílótt, stílur 2; sbr. 89;
við skarðið myndast 2 súlur = tvísýlt.
96. Té, 93. mynd: bragð, og rifa bæði upp og niður
tír botni þess (5).
97. Tiglað, 20. mynd (= tigulskorið): gert er gagn-
stigað í bolaxlir, stigin hálfu krappari en venju-
legt stig (sbr. Skorað), og hvatt á broddinn sam-
sára við stigin (6). Er vandgert, og litt nothæít.
98. Tindað, 2. mynd, = þrísýlt (tvísýlt er rangt): gerðar
vaglrifur (fjaðrir) í báða vagla um miðju, skorið
tír kverkum þeirra upp í hábrodd, samsára þar,
eins og í 63; verður miðtindurinn þá hæstur (4).
— Er skárra mark en 89.
99. Tvíbitað, 96. mynd, = bit 2 (4). Sbr. 2. •— Bit
sé gert niður við hlustarþykt, annað 1/* sm/ofar.
100. Tvíbragðað, 99. mynd, = brögð 2 (4). Sbr. 9. —
Milli bragða sé um 1 sm.
101. Tvífjaðrað, 98. mynd, = fjaðrir 2 (4). Sbr. 10. —
Fjöður neðarlega á jaðri (sbr. 99), önnur 1 sm.
ofan við sár hennar (verður ails l1/* sm. milli
frumbragðanna).
102. Tvígagnbitað, (sbr. 99) framan og aftan (8).
103. Tvígagnfjaðrað, (sbr. 101) framan og aftan (8).
104. Tvígagnstigað, (sbr. 112) framan og aftan (8).