Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 114
106
BÚNAÐARRIT
121. VinJcilhanga, 91. mynd (= vinkilrifa, bragðhangfj.,
hangfj. í bragð): gerð rifa upp úr botni bragðs (4).
122. Þríbitað, 96. mynd: = bit 3, sbr. 2 og 99 (6).
123. Þribragðað, = brögð 3, sbr. 9 og 100 (6).
124. Þrífjaðrað, 98. mynd: fjaðrir 3, sbr. 10 og 101, (6).
125. Þríheilrifað, 28. mynd (= þrírifað í heilt); (3).
126. Þrístigað, 99. mynd, = stig 3, sbr. 75 og 112 (6).
127. Þristýft, 48. mynd: sbr. 8 og styfið af hærra
blaðinu (5).
Afeyrt (= „þjófamark") telst hér ekki með mörkum,
þótt enn finnist í markaskrám og notað hafi verið fram
að þessum tíma. En að nota það, og gera eins og nafnið
bendir til, væri níðingsbragð við skepnur og hegningar-
vert að lögum.
Til hafa verið (og eru ef til vill enn) markanöfn, er
eg ekki veit við hvað eiga, t. d.:
Geirskora (undirben ?).
Hvatfjaðrað (= kýifjaðrað?).
Tvínumið (= geirað?);
en líklega eru það önnur nöfn á mörkum, sem að
framan er lýst.
V. Athugascmdir.
Það mun vera mjög sitt á hvað, að nota talningar-
nafn, frumnafn með tölu, eða lýsingar, á fleirbenja-
mörkum. Er því Tvíbitað, Þríbitað; Bit 2, Bit 3; eða
tveir bitar, þrír bitar o. s. frv. í skrám á vixl til og frá
um landið. Almennast mun þó að menn nefni töluna
fyr en benjarnafnið, og eru því talningarnöfnin notuð
hér að framan, þótt benjarnafn með tölu á eftir hafi
þann kost, að þá eru öll samkynja undirbenjamörk í
einum flokki formarka, að gagnbenjamörkunum undan-
skildum, sem mynda flokka sér. En auðvitað má með
sama rétti segja, að fleirbenjar eigi, eins og gagnbenjar,
að teijast sjálfstætt mark með sérnefni, og er því svo
gert hér.