Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 116
108
BÚNAÐARRIT
hér jafngömul bygð landsins, og líklega mörg þeirra
hingað flutt frá Norvegi eða Vestureyjum. Er sennilegt
að sum hafi alla tíð „gengið í ættir“ að erfðum, og er
það að nokkru leyti ástæðan til fastheldni manna í þeim
efnum, og tregðu til að aðhyllast héraðamörk. En fyrir
það ættu skynsamir menn ekki að spyrna á móti því,
að meiri regla, en verið hefir, komist á upptöku marka
og skrásetning, sem stefnt er til með ritgerð þessari,
jafnframt því, að sýna mörkin öll í eitt skifti, og lýsa
gerð þeirra.
Af mörkum þeim, sem lýst er hér að framan, eru
nokkur nýmynduð, eða sem eg ekki hefi orðið var við
að áður hafi tíðkast, svo sem: 4., 5., 8., 11., 23., 24.,
25., 31., 34., 36., 40., 41., 42., 49., 52., 55., 58., (63.),
64., 65., 66., 67., 71., 79., 96., 98., 111., 113., 114.,
117., 123. Eru þau flest mér að kenna; þó hefir mynd-
skurðarmaðurinn, Rikarður hinn hagi, bent á 4 af þeim
um leið og hann skar myndirnar; 2 hefir Sigurjón bóndi
á Eyrarhrauni við Hafnarfjörð bent mér á; og 2—3 eru
frá Pétri Zóphóníassyni, hagstofu-starfsmanni, er einnig
hefir bent mér á nokkrar tilbreytingar á nöfnum marka
í ýmsum skrám, og er öll nafnatilbreytni, er eg veit um,
tilgreind í svigum aftan við aðalnafnið, sem hvert mark
hefir hér. — Nafnamyndanir allar, bæði á nýjum mörk-
um og breyting nafna á hinum eldri (t. d. nafn í stað
iýsingar), má kenna mér um, hversu sem mönnum kann
að þeim að geðjast. Sum eru að vísu nokkuð þunglama-
ieg eða stirð, en öll styttri en iýsingarnar, og eiga við
gerðina.
Frekari upplýsingum og tillögum, er til bóta lytu,
tæki eg með þökkum.
VI. Bentlingar.
Hér að framan er yfirmark hvert látið hafa ákveðið
nafn, og eru nýju nöfnin svo sem unt er dregin af
útliti marksins, og um flest bendir það jafnframt til