Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 117
BÚNAÐARRIT
109
stöðu þess á eyranu. Má vænta eða væri æskilegt, að
menn gætu felt. sig við þessi nöfn (í stað lýsinganna),
■og notað eins um land alt, svo ósamkvæni í nöfnum
markanna valdi ekki ruglingi. Eldri menn kunna sumir
auðvitað betur við það, sem þeir hafa vanist, en líklegt
er þó, að skynsemin geti leitt marga til að fella sig
við breyting þá, sero á sér stað um sum nötnin, og
allir yngri menn ættu að geta vanist á að nota þau.
Nýnefnin eru helzt á þeim mörkum, þar sem lýsing
hefir áður verið notuð í stað nafns (hafa ekkert nafn
haft), svo sem: hálfur st.úfur eða stýft á hálftaf, mið-
hlutað í stúf, sýlt í stúf, tvírifað í heilt-, -sneitt, -stúf,
tvístýft, rifa í hærri stúf, o. fl.
Einnig hafa sum undirbenjanöfn verið á reiki, t. d.:
Fjöður —standfjöður, hangandi fjöður — hangfjöður (hér:
Hanga, stytt), hófbiti — hófur (hér: Hóbit) ruglað saman
Stig og Yaglskora, o. s. frv. En alt slíkt regluleysi ætti
að vera auðvelt að losna við, ef þeir menn, sem semja
markaskrárnar, vildu hjálpa til þess. Eina leiðin til að
losna við óregluna, er að taka lagfæringarnar í marka-
skrárnar, eins um land alt, og svo skynsamt má ætla
að fólkið sé, að þær komist þá brátt inn í meðvitund
þess; á nokkurra (20—30) ára bili á það að geta tekist.
Mjög misjafnlega nothæf eru mörkin, og fer not.kunin
oinnig mikið eftir því. Fiestum er illa við þau sem eru
bragðamörg (særingarmörkin, sbr. bragðatöluna), þau
sem mikið skerða eyrað, og þau er of mjög líkjast
öðrum. Eru miklu mörkin einkum notuð sem „sora-
mörk“: til að „uppmarka" með aðfengið fé. Hafa menn
þá oft annað minna til frummörkunar.
Á hrossum fara yfirmörk flest illa; ætti því að marka
þau að eins með undirbenjum. Skemd eyru fella hross
í verði á erlendum markaði, og við eigum ekki að láta
þau bera vott um siðleysi frumeigenda sinna meðal
annara þjóða.
Geitfé má marka eins og sauðfé. — Síðan hætt var