Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 119
BUNAÐARRIT
111
a$ samvinna geti átt sér stað milli skrársemjenda, ef
einnig ætti að fást við slíkt í hinu héraðinu einhverju.
Gera skyldu skrársemjendur afturreka öll ný sammerki,
er öðrum geta valdið baga, og má þá áður langt líður
útrýma öllum sammerkjum og bagalegum námerkjum;
því tilbreytinga-mögulegleikinn á mörkum er næstum
óþrjótandi, ef með viti og hagsýni er á haldið.
Markeigendur riti livert marlt sér á seðil, t. d. á stærð
við V* úr póstpappírsörk, og sé ekkert annað á hann
ritað (autt bakið). Sé í fyrstu línu mark hægra eyra,
í 2. línu vinstra eyra, 3. línu brennimerki, ef notað er,
4. línu nafn markeiganda og í 5. línu bæjarnafn og
merki sveitarinnar. T. d.:
Blaðstýft og bit aft.
Stúftvírifað fjöður fr.
Ól. S.
Ólafur Sigurðsson
Þverá, Laxd.
Sé ekkert til að rita í einhverja línu, er þar sett
deplaröð (...........), svo sem ef annað eyrað er al-
heilt (ómarkað) eða ekkert brm. notað. Sveitabrenni-
merki á ekki að setja á seðlana. Safnandi hverrar sveitar
skýrir frá því í einu fyrir sveitina um leið og hann
sendir skrásemjanda mörkin. Hann á að laga mark-
iýsingarnar, ef hann sér þess þörf, á sömu síðu og markið
er skráð. En þurfi skrársemjandi að endurbæta hand-
ritið undir prentun, færir hann það á bak seðilsins. —
Sveitarsafnendur eiga að draga seðlana á band, dregið í
2 horn, óraðaða, og senda skrársemjanda. Hann flokkar
þá eftir formörkum hægra og raðar síðan. Við röðunina
kemur í ljós, ef sammerki eru innan héraðs; þau lenda
þá saman, sé rétt raðað; og öðrum má ekki ætla, að
trúað sé fyrir skrársamning, en sem vit hafa á að raða
í'étt. En auk þess á, ef vel á að vera, að bera hvert
mark saman við skrár nágrennishéraða, sem fjársam-
göngur geta átt sér stað við. Og alt sem athugavert