Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 120
112
BÚNAÐARRIT
kemur í ljós við slíkan samanburð, á að tilkynna þeim,
•er slíkt mark sendi, og krefjast lagfæringar. Að fengn-
um svörum innan ákveðins tíma, og eins þó engin svör
fáist, verður skrársemjandi að úrskurða um hin athuga-
verðu mörk, og Ijúka að því búnu röðun til fulls. Fer
bezt á því, að þræða saman ákveðna tölu seðla fyrir
hverja blaðsíðu i skránni. Sé letrið verulegt, sem þarf
að vera, eru 20 mörk hæfilegt á síðu, langseftir; þá
verður skráin ekki breiðari en svo, að hún kemst ó-
bögluð í vasa, og endist því betur. — Nákvæm röðun í
skrá getur naumast átt sór stað nema hvert mark sé
sér á seðli; þá eru innskot og tilfærslur við röðunina
auðveldari, svo sem þörf gerist.
Engin bót er að hafa auð bil milli markanafnaflokka
í skrám, eins og sumir hafa gert, til að skrifa inn í ný
mörk síðar. Þó svo beri til, að mörk bætist við á skrár-
svæðinu milli útgáfutíma skráa, komast þau í fáar á
þann hátt; enda má þá skrifa þau á blaðarandirnar
(spázíur); þar má koma 2—4 á hvert blað, og er það
meir en nóg; því slíkar innritanir hafa fremur litla
þýðingu.
Engin bót er að hafa framhaldandi töluröð við mörkin ;
er nóg að telja á hverri síðu, t. d. 1.—20. Sé séistök
skrá yfir brennimerki aftan við aðalskrána, er þar vísað
til eigenda með blaðsíðutölu og línutölu, þar sem það
er að finna í aðalskránni, t. d.: Þurá, 21,17 (= 21.siðu,
17. línu) Þ. S. 45,8, o. s. frv. Sé brm.skrá nákvæm,
má draga fé eftir henni, samanborinni við aðalskrána.
Nafn formarks ræður röð. — Lesa ber á eyra ofan
frá oq niður eftir (yfirmark fyr en undirben, og efri
ben á sama jaðri fyr en aðra sem neðar stendur), og
framan frá aftur eftir (framan-mörk á undan aftan-
mörkum). Þar sem fleiri en ein ben er á jaðri, sér-
nefnd, er sett „og“ á milli, t. d.: Sneitt og bit fr. —
Bit og fjöður aít.; það „og“ sé áhrifslaust á röðun;