Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 121
BÚNAÐAiiRIT
113
annars á ekkert „og“ aö hafa í markalýsingum (t. d.
Sýlt og fjöður aft. — getur ekki átt sér stab).
Fyrsta mark í hverjum nafnflokki sé sett feitu letri
til aögreiningar (sýni hvar það nafn byrjar sem formarks-
nafn).
Fyrsta mark í hverjum samnefniskafla hægra sé sett
fullum stöfum, en hin (sem eru sammerki á hægra)
með strikum, unz þau þrýtur. Þetta gerir kaflana auð-
sæjari og flýtir fyrír leit að marki; þvi þá þarf að eins
að finna kaflann (t. d. Sýlt bit fr.), og leita svo vinstra
marksins eftir stafrófi á vinstra í þeim kafla. í vinstra
eyra dálki er nfl. raðað eins eftir stafrofi undir hverjum
samnefniskafla hægra, og eru vinstra-mörk öll sett full-
um stöfum; því þar geta samnefni ekki átt sér stað
líka án þess algert sammerki sé. Taka á þó eins tillit
til þess á vinstra, að fr. sé fyr en aft., t. d. er þar:
Stýft bit fr. á undan: Stýft bit aft., eftir reglunni um,
að fr. gangi fyrir aft.
Venjulega er það nefnt heileyrt, sé ekkert yfirmark^
þó undirbenjamark sé á eyranu. Því er rét.t að nefna
ómarkað eyra Alheilt. Samkvæmt því á að byrja skrár
á þeim kafla, sem alheilt er hægra, en markað vinstra.
Eins ber að byrja hvern samnefniskafla síðar í skránni
á því marki, sem alheilt er vinstra (autt í skránni; ekkert
marknafn er á undan Alheilt í stafrófsröð, en óþarft er
þó að setja það orð í skrána).
Vegna þess að lesið er á eyrað framan frá, eru mið-
benjar (gat o. fl.) því að eins formark (fyrst lesið), að
ekkert sé ofar eða framar; því er lesið: Bit fr. gat,
Gagnbitað gat. — Gat bit aft. o. s. frv.
Meðan ekki verður til fulls losast við sammerki og
villandi námerki við nálæg samgangnasvæði, þarf að
láta skrárnar sýna þau. T. d. í Húnvetninga-skrá (vestan
Blöndu) sé sett, ef sammerkt er í Árnessýslu, út við
stryk í vinstra dálki [s Á, en [s B ef við Borgfirðinga-
skrá er, [s M = Mýras., [s Sk. = Skagafj.s., [s St. =
8