Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 127
BÚNAÐARRIT
119
Skýringar.
Mörkuðu eyrnamyndirnar sýna eyrun samanbeygð að
neðan. Á þeim eru sýnd 104 af mörkum þeim, sem
talin eru í ritgerðinni. Þau 23, sem ekki eru sýnd sér-
stök, eru sum innífalin í myndunum, en það eru frum-
benjamörkin 7: Bit, Bragð, Fjöður, Gat, Hanga, Hóbit,
Stig; einstæð eru þau gerð eins og neðsta benin í sam-
kynja fleirbenjamörkum, sem eru sýnd á myndunum.
8. er Skorað (Gagnvaglskorað), en gerð þess sézt á 20.,
23. og 24. mynd (neðri hlutinn). 9.—17. eru gagnbenja-
mörkin, og eru þau eins og frummarkið sérstætt set.t
fr. og aft. 18.—20. eru Tví-bitað, -fjaðrað, -stigað, gerð
eins og 2 neðri benjarnar í hinum sýndu samkynja þrí-
benjamörkum; og 21.—23. eru Tvígagn-benjamörkin af
sömu frumbenjum, sem þá eru sett 2 fr. og aft.
Meðal ókosta við sum mörkin er það, að þau verða
ekki notuð til hornamörkunar; svo er um Vagl-mörkin,
vinkilbrögðin, miðbenjarnar (nema Gat) og ýms fleiri.