Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 128
htTNABAEBIT
Árið 1917.
Eftirfarandi jfirlit yfir árferðið 1917 er bygt á skýrslum, er
gúðfúslega hafa sent mér:
Ágúst Helgason, bóndi i Birtingaholti,
Ari Brynjóifsson, bóndi á Þverhamri,
Bjöm Bjarnarson, bóndi i Grafarholti,
Guðmundur G. Bárðarson, bóndi í Bæ,
Jóhannes L. L. Jóhannsson, prestur á Kvennabrekku,
Jóh. Þórarinsson, bóndi í Ærlækjarseli,
Jón G. Sigurðsson, bóndi i Syðri-Görðum,
Jón Sveinsson, prófastur á Akranesi,
Magnús Andrésson, prófastur á Gilsbakka,
Blagnús Finnbogason, bóndi í Reynisdal,
Pétur Ólafsson, bóndi á Hranastöðum,
Sigurður Stefánsson, prestur í Vigur,
Vigfús Bergsteinsson, bóndi á Brúnum.
Tíðarfar.
Vetur frá nýári. Voðurfar milt og snjóalög lítil um land
alt. Um mánaðamótin marz og april brá til norðanáttar með frost-
hörkum. Harðneskju-hriðar um páskana. Fuku þá hús sumstaðar
á Austurlandi, vélbátar sukku á höfnum, símastaurar kubbuðust.
í Eyjafjallasveit fuku 3 skip 0g þak af heyhlöðu. Á Austurlandi
var jarðlaust fram að þorrakomu, þorrinn og góan einmunagóð;
gerði þá þýða jörð. Þá var rist ofan af túnum og stungin upp
flög.
Vorið. Kalt og næðingasamt um land alt. A Suðurlandi oft-
ast snjólaust, var þó sauðfé gefið þar fram yfir miðjan maí og kúm
til JónsmesBu. í uppsveitum Árnessýslu var frost svo mikið á
JónsmeBsunótt, að isskrið kom i ár og ísbörkur á læki og tjarnir.