Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 130
122
BÚNAÐARRIT
Heyföng.
Allir tala um, að jörð hafi sprottið seiut yegna vorkuldanna.
Sláttur byrjaði víðast um 20. júlí.
Tún fremur illa sprottin hér á Suðurlandi og töður hröktust
hjá öllum, sem ekki gerðu úr þeim vothey, en sú heyverkun er
ekki orðin almenn enn. Útheysskapur með betra móti bæði
að vöxtum og gæðum. Útjörð varð að lokum með betra móti
sprottin.
í Borgarfjarðarhéraði neðanverðu byrjaði heyskapur um miðjan
júlí; voru þá tún allvel sprottin. Töður skemdust dálítið. IJt-
engi spratt allvel og nýttist útheyið ágætlega. Heyfengur held-
ur góður. — I uppsveitum Borgarfjarðar voru tún fremur illa
sprottin; taða með minna móti og hraktar á stöku bæ. Úthey
góð.
Á Snæfellsnesi hröktust töður en útliey verkuðust vel. Vot-
heysgerð forðaði víða nokkru af töðu frá hrakningi. Grasvöxtur
þegar á leið í góðu meðallagi og sumstaðar betri.
í Dölunum hröktust töður dálítið en útheysskapur gekk vel.
Heyfengur varð í meðallagi.
Á Yestfjörðum hröktust töður víða til stór-skemda.
Við Hrútafjörð byrjaði sláttur um miðjan júlí. Töður að fullu
hirtar um miðjan ágÚBt. Varð töðufengur með betra móti og
mestur hlutinn óhrakinn. Þurviðrasamt framan af engjaslætti
en siðari hlutann óþurkar, og var víða mikið úti af heyjum um
réttir og sumt af því lenti undir snjó og náðist fyrst saman í
galta eftir veturnætur.
í Eyjafirði byrjaði sláttur um miðjan júlí, eftir það spratt
mikið og varð grasspretta í góðu meðallagi og nýting góð
frain að höfuðdegi. Eftir það hraktist hey viða og varð sum-
staðar úti til mikilla muna.
í Þingeyjarsýslu norðanverðri gekk illa að ná lieyjum saman
eftir miðjan ágúst. Varð afar-mikið úti af heyi og sumstaðar
jafnvel taða á túnum. Heyfengur víða mjög rýr. í suðursýslunni
gekk heyskapurinn betur, en þó urðu hey þar líka úti víða.
í Fljótsdalshéraði og í norður-fjörðunum varð heyfengur ekki
nær því í meðallagi, því víða lenti mikið af heyi undir snjó, og
á sumum bæjum fauk hey. Suður um firðina varð heyskapur í
meðallagi, nema á stöku bæ inn til dala, þar sem hey varð úti
um haustið.